Fara í efni
Pistlar

Bólusetning heldur áfram í vikunni

Bólusetning heldur áfram í vikunni

Í vikunni fær Heilbrigðisstofnun Norðurlands [HSN] 480 skammta af Pfizer bóluefninu sem verður nýtt til að bólusetja öðru sinni þá sem fengu bóluefni 2. og 9. mars. Þá verða einnig bólusettir þeir starfsmenn á hjúkrunar- og dvalardeildum, og aðrir heilbrigðisstarfstarfsmenn á heilbrigðistofnunum sem eftir eru. Einnig er gert ráð fyrir að hefja bólusetningu slökkviliðsmanna og vonast er til að því ljúki í vikunni eftir páska.

„Vakin er athygli á því að sóttvarnarlæknir hefur ákveðið að Astra Zeneca bóluefnið skuli fara í eldri aldurshópana. En við munum fá tæpa 1100 skammta af Astra Zeneca bóluefninu [í vikunni] sem verður nýtt til að bólusetja eldri íbúa og gerum við ráð fyrir að ná að bólusetja niður í árgang 1948 og jafnvel byrja á árgangi 1949,“ segir í tilkynningu frá HSN.

Fólk er vinsamlegast beðið um að hringja ekki inn á heilsugæslustöðvar vegna fyrirspurna um bóluefni. Treysta verði því sem sóttvarnarlæknir boðar og bent er á upplýsingar sem finna má á síðum Landlæknis og Lyfjastofnunar. Ákveði fólk að þiggja ekki ákveðið bóluefni fer það aftast í röðina.

Þeir sem fyrst voru bólusettir 2. og 9. mars fá seinni bólusetningu á morgun, mánudaginn 29. mars. Sem fyrr er bólusett á slökkvistöðinni. Þeir sem ekki hafa farsíma og fengu því ekki boð með sms eru beðnir um að mæta í seinni bólusetninguna á slökkvistöðina á morgun, mánudag, milli klukkan 13.00 og 15.00.

Árgangar 1942 til 1948 á Akureyri, sem ekki hafa fengið sprautu hingað til, eiga að fá sms boð núna um helgina. Fólk, sem fætt er á þessum árum en hefur ekki farsíma og fær því ekki boð með sms, er beðið um að mæta í bólusetningu á slökkvistöðina á þriðjudaginn, 30. mars, á milli 9.00 og 13.00.

Seigla er orð ársins

Hildur Eir Bolladóttir skrifar
13. nóvember 2020 | kl. 11:50

Að nota fjölmiðla eða vera notaður af þeim?

Sigurður Kristinsson skrifar
13. nóvember 2020 | kl. 12:00

Að þegja er eiginleiki sem hvarf

Jón Óðinn Waage skrifar
08. desember 2020 | kl. 07:00

Framtakssemin og einkaframtakið

Jóna Jónsdóttir skrifar
18. nóvember 2020 | kl. 08:00

Akureyringar tala dönsku á sunnudögum

Tryggvi Gíslason skrifar
15. nóvember 2020 | kl. 10:00

Sú mikla kúnst að æsa fólk upp

Jón Óðinn Waage skrifar
18. nóvember 2020 | kl. 08:00