Fara í efni
Pistlar

Blak: KA-konur höfðu betur í nágrannaslag

KA-stelpurnar höfðu ástæðu til að fagna eftir viðureignina gegn Völsungi. Mynd: FB-síða KA.

KA vann mikilvægan sigur á Völsungi í efstu deild kvenna í blaki, Unbroken-deildinni, í KA-heimilinu í gær. Sigurinn var öruggur og þurfti KA ekki nema þrjár hrinur til að klára leikinn.

Með sigri í leiknum hefðu þær húsvísku getað nálgast KA í öðru sæti deildarinnar en úrslitin þýða að bilið milli liðanna breikkaði talsvert. KA hefur nú 31 stig í öðru sætinu en Völsungur 21 stig í því þriðja. HK er sem fyrr á toppnum og hefur 40 stig en hefur leikið einum leik fleira en KA.

Sigurinn í gær var aldrei í hættu og hrinurnar fóru 25:16, 25:18 og 25:20.

Stelpurnar hafa þó ekki tíma til að fagna lengi því næsta verkefni er strax annað kvöld, föstudag 23. janúar. Þá fara þær austur í Neskaupstað og leika við heimakonur í Þrótti í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar.

Hinn gullni meðalvegur

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir skrifar
27. janúar 2026 | kl. 09:30

Móðir mín í kví kví

Jóhann Árelíuz skrifar
25. janúar 2026 | kl. 06:00

Hús dagsins: Norðurgata 13

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
24. janúar 2026 | kl. 06:00

Hvor var betri, Tommi eða Kóki?

Orri Páll Ormarsson skrifar
23. janúar 2026 | kl. 06:00

ʻŌhiʻa Lehua

Sigurður Arnarson skrifar
21. janúar 2026 | kl. 10:00

Vökustaurar

Jóhann Árelíuz skrifar
18. janúar 2026 | kl. 06:00