Fara í efni
Pistlar

Bikarmeistarar KA taka á móti Frömurum

Bjarni Aðalsteinsson, annar frá hægri, gerði tvö mörk þegar KA vann Fram 3:0 í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í fyrra. Hér fagna KA-menn fyrra markinu í þeim leik. Lengst til hægri er Birgir Baldvinsson. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Bikarmeistarar KA fá Framara í heimsókn í dag í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu, Mjólkurbikarkeppninnar.

KA-menn hafa leikið til úrslita í bikarkeppninni síðustu tvö ár og fögnuðu sigri í fyrra; lögðu þá Víkinga 2:0 í eftirminnilegum leik á Laugardalsvelli. Stefnan er því vitaskuld tekin á þriðja úrslitaleikinn í röð; fyrsta skrefið tóku KA-strákarnir í 32-liða úrslitum með 4:0 sigri á KFA og spennandi verður að sjá hvernig tekst til í kvöld.

Fram sló FH út úr bikarkeppninni í 32 liða úrslitum með 1:0 sigri á heimavelli.

  • Bikarkeppni karla í knattspyrnu, Mjólkurbikarinn, 16 liða úrslit.
    KA-völlur (Greifavöllurinn) kl. 18
    KA - Fram

Það er fróðlegt að skoða viðureignir KA og Fram í bikarkeppninni í gegnum árin. Alls hafa þessi lið mæst sex sinnum í keppninni, þar af fimm sinnum á Akureyri, en liðin hafa unnið þrjá leiki hvort. Fjórum sinnum hefur sigurlið úr leik KA og Fram farið alla leið í úrslitaleik keppninnar og þar af unnið bikarinn þrisvar.

  • 1979 – KA - Fram 2:3 á í 16 liða úrslitum á Akureyrarvelli. Fram varð bikarmeistari.
  • 1989 – KA - Fram 0:1 í 16 liða úrslitum á Akureyrarvelli. Fram varð bikarmeistari.
  • 1992 – KA - Fram 2:1 í átta liða úrslitum á Akureyrarvelli. KA tapaði fyrir Val í ótrúlegum og eftirminnilegum úrslitaleik.
  • 2014 – Fram - KA 1:0 í 32 liða úrslitum á Framvelli í Úlfarsárdal.
  • 2022 – KA - Fram 4:1 í 16 liða úrslitum á KA-velli (Greifavelli, sunnan við KA-heimilið).
  • 2024 – KA - Fram 3:0 á KA-velli (Greifavelli, sunnan við KA-heimilið) í átta liða úrslitum. KA varð bikarmeistari.

Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA, tók „sigurboltann“ traustataki eftir bikarúrslitaleikinn á síðasta ári og varðveitir sem minjagrip. Enginn þarf að efast um að Sævar langar í annan slíkan í sumar! Mynd: Skapti Hallgrímsson

3+30+300

Sigurður Arnarson skrifar
14. maí 2025 | kl. 09:20

Export

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
12. maí 2025 | kl. 11:30

Með hæla í rassi

Jóhann Árelíuz skrifar
11. maí 2025 | kl. 06:00

Hús dagsins: Aðalstræti 62

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
11. maí 2025 | kl. 06:00

Örlítið brot frá unglingsárum

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
09. maí 2025 | kl. 06:00

Barkarbjöllur – ógn við íslenska skóga

Sigurður Arnarson skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:45