Fara í efni
Pistlar

Bikarkeppnin: KA - Vestri og Fjölnir - Þór

Daníel Hafsteinsson gerði stórglæsilegt sigurmark KA gegn ÍR í gær - Rafael Victor skoraði tvívegis fyrir Þór í sigrinum á Gróttu. Myndir: Skapti Hallgrímsson

KA mætir Vestra á heimavelli í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu, Mjólkurbikarkeppninnar, en Þórsarar leika gegn Fjölni í Reykjavík. Dregið var í hádeginu.

Akureyrarliðin tryggðu sér bæði sæti í 16-liða úrslitunum í gær; Þór með 3:0 sigri á Gróttu á Seltjarnarnesi og KA með 2:1 sigri á ÍR eftir framlengingu á heimavelli. 

KA og Vestri leika bæði í efstu deild Íslandsmótsins, Þór og Fjölnir bæði í næst efstu deild. Báðir leikirnir fara fram miðvikudagskvöldið 15. maí klukkan 19.15.

Drátturinn í heild sinni er sem hér segir:

  • Fram – ÍH
  • Kefla­vík – ÍA
  • KA – Vestri
  • Fylk­ir – HK
  • Stjarn­an – KR
  • Aft­ur­eld­ing – Val­ur
  • Fjöln­ir – Þór
  • Grinda­vík – Vík­ing­ur R.

Skíðaferðir

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
06. maí 2024 | kl. 11:30

Gangstétt varð gúmmíi að bráð

Orri Páll Ormarsson skrifar
03. maí 2024 | kl. 16:30

Tengsl sitkagrenis við verkalýðsfélög

Skapti Hallgrímsson skrifar
01. maí 2024 | kl. 10:10

Hús dagsins: Gamli Skóli; Eyrarlandsvegur 28

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
30. apríl 2024 | kl. 06:45

Kartöflur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
29. apríl 2024 | kl. 11:30

Um þróun stafafuru

Sigurður Arnarson skrifar
24. apríl 2024 | kl. 09:15