Fara í efni
Pistlar

Barnshafandi konum býðst bólusetning

Á Akureyri verður bólusett á slökkvistöðinni sem fyrr. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Barnshafandi konum á Norðurlandi býðst að koma í fyrri bólusetningu með Pfizer bóluefni í þessari viku eða þeirri næstu; bólusett verður á Sauðárkróki núna á fimmtudaginn, á Siglufirði á föstudaginn og loks á Akureyri á fimmtudag í næstu viku.

Mælt er með að bólusetning fari fram eftir að fyrstu 12 vikum meðgöngu er lokið. Þetta kemur fram á veg Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, HSN.

Hér má sjá upplýsingar á vef Landlæknis um bólusetningar barnshafandi kvenna við COVID-19

Bólusetningin fer fram á eftirtöldum stöðum og eru barnshafandi konur velkomnar óháð búsetu á Norðurlandi:

  • Fimmtudaginn 29. júlí klukkan 16.00 í Fjölbrautskólanum á Sauðárkróki. Bóka þarf tíma í síma 432 4236.
  • Föstudaginn 30. júlí klukkan 13.00 á heilsugæslunni á Siglufirði. Bóka þarf tíma í síma 460 2100.
  • Fimmtudaginn 5. ágúst á slökkvistöðinni á Akureyri klukkan 13.00 til 14.00. Skráning fer fram á staðnum.

Tekið er fram að nauðsynlegt sé að hafa með sér skilríki og við minnt er á grímuskyldu. 

„Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða. Allar þurfa að bíða í um 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin,“ segir á vef HSN.

Lausnin 4/7

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
08. janúar 2026 | kl. 06:00

Runnkennt elri til landgræðslu - Fyrri hluti: Almennt

Sigurður Arnarson skrifar
07. janúar 2026 | kl. 10:00

Lausnin 3/7

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
07. janúar 2026 | kl. 09:00

Lausnin 2/7

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
06. janúar 2026 | kl. 09:00

Lausnin 1/7

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
05. janúar 2026 | kl. 09:00

Nýtt ár, nýtt tungl og Hati á bak og burt

Rakel Hinriksdóttir skrifar
04. janúar 2026 | kl. 15:00