Fara í efni
Pistlar

Baldvin komst ekki í úrslit í 3000 m á EM

Baldvin Þór þegar keppendur voru kynntir rétt áður en hlaupið hófst. Skjáskot af RÚV

Baldvin Þór Magnússon úr Ungmennafélagi Akureyrar komst ekki í úrslit í 3000 m hlaupi á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss sem fram fer í Apeldoorn í Hollandi. Hann hljóp vegalengdina á 7:58,56 mín. og varð í níunda sæti í seinni undanriðlinum í morgun. Sex fyrstu komust áfram í úrslitahlaupið sem fram fer á morgun.

Baldvin beitti þeirri taktík að hann tók forystuna strax í byrjun og var fyrstur þar til tæplega 1000 metrar voru eftir. Þá fóru mótherjarnir fram úr honum hver á fætur öðrum en sá lang besti í greininni, Norðmaðurinn Jakob Ingebrigsten, var hins vegar aftastur allt þar til um 400 metrar voru eftir. Þá spretti sá norski úr spori og kom lang fyrstur í mark 7:55, 32 mín.

Hlaupið var taktískt eins og gjarnan á móti sem þessu; hraði var lítill enda skipti ekkert máli nema að ná einu af sex fyrstu sætunum. Gott dæmi er að tími Baldvins Þórs var tæplega 20 sekúndum lakari en þegar hann varð Norðurlandameistari í greininni í síðasta mánuði. 

Þetta er í fyrsta skipti sem Baldvin Þór keppir á Evrópumeistaramóti innanhúss. Hann vann sér þátt til þátttöku með því að hlaupa á góðum tíma – 7:39,94 mín. – þegar hann varð Norðurlandameistari 9. febrúar í Finnlandi. Þetta er Íslandsmet og besti tími hans til þessa.

Frétt Akureyri.net í morgun – Baldvin á EM: Bara einn sem ég á engan séns í

Geðheilsa aldraðra

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
04. september 2025 | kl. 12:30

Arnold Arboretum

Sigurður Arnarson skrifar
03. september 2025 | kl. 09:00

50 kall

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
01. september 2025 | kl. 11:30

Legið í gottinu

Jóhann Árelíuz skrifar
31. ágúst 2025 | kl. 06:00

Björgum heilsunni hið snarasta

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
30. ágúst 2025 | kl. 06:00

Elri. Hjálplegt, gagnlegt og fallegt

Sigurður Arnarson skrifar
27. ágúst 2025 | kl. 08:00