Fara í efni
Pistlar

Andrésar andar leikunum aflýst!

Frá keppni á Andrésar andar leikunum í Hlíðarfjalli fyrir nokkrum árum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsso…
Frá keppni á Andrésar andar leikunum í Hlíðarfjalli fyrir nokkrum árum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Andrésar andar leikunum á skíðum, sem átti að setja á morgun, hefur verið aflýst. Leikunum hafði áður verið frestað fram í maí en nýlega var ákveðið að halda leikana á upphaflega áætluðum tíma. Nú er hins vegar ljóst að ekkert verður af þessu stærsta skíðamóti barna og unglinga hérlendis í ár.

Framkvæmdanefnd leikanna sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu. Hún hljóðar svo:

„Það ríkir mikil sorg hjá aðstandendum Andrésar andar leikanna að hafa aftur í ár þurft að aflýsa leikunum. Og nú á allra síðustu stundu,

Undanfarna daga og allt fram á síðustu stundu hefur framkvæmdanefnd leikanna leitað leiða í samráði við sóttvarnaryfirvöld, heilbrigðisráðuneytið, Almannavarnir, bæjaryfirvöld, ÍSÍ, SKÍ og SKA til að hægt verði að halda leikunum til streitu í samræmi við gildandi reglur. Á fundi þessara aðila í hádeginu í dag þriðjudag voru allir sáttir við það sóttvarnaplan sem leggja átti fyrir. Það var svo núna seinnipartinn að forsendur breyttust þar sem Almannavarnir og sóttvarnarlæknir lögðust gegn því að leikarnir yrðu haldnir þar sem það felur í sér of mikla hættu á smiti m.v. það ástand sem ríkir í landinu.

Hjá undirbúningsaðilum stóð aldrei annað til en að halda leikana með allra ítrustu sóttvarnarráðstafanir að leiðarljósi. Það eina sem vakti fyrir Andrési var að leyfa börnunum að koma saman innan þeirra takmarkana sem gilda og eiga þannig frábæra daga í Hlíðarfjalli! Það er hinsvegar núna úr okkar höndum og við beygjum okkur undir sóttvarnar tilmæli yfirvalda sem kveður á um forðast skuli alla hópamyndanir og blöndun á milli hópa.

Við biðjumst hinsvegar velvirðingar á að upplýsingastreymi var e.t.v. ekki nægjanlegt s.l. sólarhringa en það stafar af þeirri óvissu sem hefur ríkt. Við trúðum því fram á síðustu stundu að hægt væri að halda leikana.“

Seigla er orð ársins

Hildur Eir Bolladóttir skrifar
13. nóvember 2020 | kl. 11:50

Að nota fjölmiðla eða vera notaður af þeim?

Sigurður Kristinsson skrifar
13. nóvember 2020 | kl. 12:00

Að þegja er eiginleiki sem hvarf

Jón Óðinn Waage skrifar
08. desember 2020 | kl. 07:00

Framtakssemin og einkaframtakið

Jóna Jónsdóttir skrifar
18. nóvember 2020 | kl. 08:00

Akureyringar tala dönsku á sunnudögum

Tryggvi Gíslason skrifar
15. nóvember 2020 | kl. 10:00

Sú mikla kúnst að æsa fólk upp

Jón Óðinn Waage skrifar
18. nóvember 2020 | kl. 08:00