Fara í efni
Pistlar

Andlátið á SAk var ekki vegna Covid-19

Aldraður karlmaður með Covid-19 sem lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) á laugardaginn lést ekki vegna sjúkdómsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stofnunin sendi frá sér í morgun.

Yfirlýsingin er svolhjóðandi: 

„Tilkynnt var 21. febrúar sl. að sjúklingur hafi látist á SAk vegna Covid-19. Í ljósi skilgreininga á andláti af völdum Covid-19 sem var gefin út af embætti landlæknis 22. febrúar og yfirferð sjúkraskrárgagna í framhaldi af því þá er ekki talið að Covid-19 hafi átt afgerandi þátt í andláti þessa einstaklings og það eigi því ekki að skilgreina sem andlát vegna faraldursins. Er þetta hér með leiðrétt og beðist velvirðingar á þessu ásamt því að aðstandendum er vottuð samúð.

F.h. Viðbragðsstjórnar SAk

Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga.“

Lagning

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
18. mars 2024 | kl. 11:30

Í leikhúsi hugans

Jón Óðinn Waage skrifar
17. mars 2024 | kl. 11:50

Hvar fær maður svona engisprettu?

Rakel Hinriksdóttir skrifar
15. mars 2024 | kl. 09:00

Hin evrópska olía: Olea europaea L.

Sigurður Arnarson skrifar
13. mars 2024 | kl. 10:25

Siginn fiskur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
11. mars 2024 | kl. 11:30

Hús dagsins: Eyrarlandsvegur 8; Æsustaðir

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
11. mars 2024 | kl. 10:30