Fara í efni
Pistlar

Allir mæti sem fyrst – nóg til af Janssen

Inga Berglind Birgisdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur HSN á Akureyri, og Maron Pétursson, deildarstjóri hjá Slökkviliðinu á Akureyri á vaktinni í morgun. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Dræmari mæting hefur verið í bólusetningu gegn Covid-19 á Slökkvistöðinni á Akureyri í morgun en vonast var til. „Síðustu daga hefur mæting verið góð og bólusetning gengið mjög vel, en þetta hefur verið rólegt í morgun. Við getum tekið við miklu fleirum og ég vil því hvetja alla til að mæta – því fyrr því betra,“ sagði Inga Berglind Birgisdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Akureyri, þegar Akureyri.net leit við á Slökkvistöðinni um tíuleytið.

Bóluefni frá Janssen er í sprautum dagsins. Aðeins þarf einn skammt af því. Bólusetning stendur til klukkan 14.00 í dag, fólk fékk boð um að mæta á ákveðnum tíma en Inga Berglind hvetur alla til að mæta sem fyrst þrátt fyrir það.

Kanínur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 11:30

Eldhúsdagsumræður

Jóhann Árelíuz skrifar
29. júní 2025 | kl. 06:00

Lýsið frá Tona og Jónda

Orri Páll Ormarsson skrifar
27. júní 2025 | kl. 10:00

„Við erum einu skrefi frá því að sagan endurtaki sig“

Halldóra Margrét Pálsdóttir skrifar
26. júní 2025 | kl. 08:15

„Ég yfirgaf ekki Rússland, Rússland yfirgaf mig“

Sveinn Brimar Jónsson skrifar
26. júní 2025 | kl. 08:15

Skaðvaldar á birki

Sigurður Arnarson skrifar
25. júní 2025 | kl. 09:30