Fara í efni
Umræðan

Vinstri græn rödd fyrir Norðausturkjördæmi

Ég hef í störfum mínum á Alþingi lagt áherslu á að tryggja mínu kjördæmi sterka rödd því ég tel það vera hlutverk okkar, þingmanna landsbyggðakjördæmanna, að vera öflugur málsvari bæði í senn, okkar eigin kjördæma og landsbyggðanna sem heildar. Þessu mikilvæga verkefni langar mig að sinna áfram, nú sem oddviti Vinstri grænna, og óska eftir stuðningi til þess.

Við Vinstri græn viljum að fólk hafi raunverulega val um hvar það ákveður að búa. Til þess þarf að reka öfluga byggðastefnu. Það erum við í VG tilbúin að gera. Það sem einkennir fyrst og fremst góða byggðastefnu er að hlusta eftir þörfum íbúanna í landsbyggðunum. Eftir ferðalag okkar frambjóðenda um kjördæmið erum við vel nestuð í þá vinnu á komandi kjörtímabili.

Eflum nýsköpun í Norðaustur

Á ferðum mínum undanfarnar vikur, og í raun undanfarin ár í störfum mínum, hef ég notið þess að sjá hvað tækifærin, mannauðurinn og hugvitið í Norðausturkjördæmi hefur áorkað. Alls staðar þar sem ég kem eru frumkvöðlar að stuðla að nýsköpun í sinni heimabyggð. Hvort sem það er spirulinaframleiðsla í Mývatnssveit eða Wasabi framleiðsla í Fellabæ. Braggapark á Akureyri eða Matarstígur Helga magra í Eyjafirði. Þessir frumkvöðlar treysta byggð í sínu heimaplássi. Þau skapa störf og trekkja að ferðamenn og auka líkurnar á að fólk vilji setjast að úti á landi. Oft er þetta ungt fólk og því fylgja börn sem gera hvert pláss litríkara og skemmtilegra.

Þetta er meðal þess sem við þurfum að standa vörð um. Við þurfum að gera fólki kleyft að leyfa hugmyndum sínum að blómstra með því að efla nýsköpun í hvívetna, bæði í atvinnugreinum sem fyrir eru og nýjum hugmyndum.

Höldum ótrauð áfram

Það er lykilatriði að allir Íslendingar, hvort sem þeir búa í Reykjavík eða á Raufarhöfn, hafi greiðan aðgang að allri heilbrigðisþjónustu. Á yfirstandandi kjörtímabili höfum við notið þess að hafa Svandísi Svavarsdóttur í heilbrigðisráðuneytinu. Hún hefur unnið gríðarlega mikilvæga vinnu við eflingu heilsugæslunnar sem fyrsta komustað og þannig eflt heilbrigðisþjónustu um allt land. Fjarheilbrigðisþjónusta rataði einnig ofar í forgangsröðunina á vakt Svandísar. Við þurfum að halda áfram þessari vegferð. Mikilvægt er að standa vörð um sjúkrahúsið okkar sem gegnir lykilatriði í heilbrigðisþjónustu í kjördæminu og þjónustar raunar einnig nágranna okkar í Norðvesturkjördæmi, auk þess að vera varasjúkrahús fyrir Landspítalann.

Svo eru uppi á borðinu mjög spennandi hugmyndir um að Akureyri fái aukin hlutverk og verði það sem kallað hefur verið svæðisborg. Menningarhlutverk Akureyrar er einnig afar mikilvægt og nú er unnið að undirbúningi þess að Akureyri verði menningarborg Evrópu í verkefni sem teygir sig frá Siglufirði til Seyðisfjarðar. Eitt af því sem þarf að tryggja í þessu samhengi er að Akureyrarflugvöllur byggist upp sem raunverulegur kostur í beinu flugi erlendis frá. Í þessu öllu felast gríðarleg sóknarfæri fyrir Akureyri, nærsveitir og í raun allt Norðurland.

Við höfum endalausa möguleika í okkar frábæra kjördæmi. Hvert sem litið er má finna uppbyggingu og fólk sem vill efla sína byggð. Þetta viljum við Vinstri græn standa vörð um og halda verkunum áfram á þessari góðu braut. Um leið og ég þakka fyrir frábærar móttökur hvar sem ég hef komið þá skora ég á ykkur að kjósa vinstri velferð og setja X við V á kjördag.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er oddviti VG í Norðausturkjördæmi.

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00

Njál Trausta áfram sem þingmann okkar í Norðausturkjördæmi

Inga Stella Pétursdóttir, Elín Dögg Gunnars Väljaots, Ólöf Hallgrímsdóttir, Gunnlaugur Eiðsson, Arngrímur B. Jóhannsson og Guðmundur Bjarnason skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 21:30

Sögulegt tækifæri

Logi Einarsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Sæunn Gísladóttir og Sindri S. Kristjánsson skrifa
28. nóvember 2024 | kl. 13:30

Ágæti kjósandi – Það er komið að þér

Sigurjón Þórðarson skrifar
28. nóvember 2024 | kl. 13:15