Fara í efni
Umræðan

Tónatröð – enn ein lotan

Á bæjarstjórnarfundi næstkomandi þriðjudag ætlar bæjarstjórn að kveikja á Tónatraðarmálinu enn á ný. Samkvæmt bókun fyrir bæjarstjórnarkosningar var ljóst að meirihluti bæjarstjórnar var kominn í öngstræti með málið. Ljóst að úthlutun lóðanna til SS byggis var afar vond stjórnsýsla. Formaður Skipulagsráðs hringir í verktaka og býður honum lóðir við Tónatröð með vilyrði um deiliskipulagsbreytingar, sem eru sannarlega í engu ásættanlegar á þessum stað. Þær hugmyndir eru úr öllu korti og hreinlega misþyrming á ásýnd Akureyrar. Áhættan er líka mikil í brekkum sem hafa lítið verið rannsakaðar.

Marga undrar tómlæti og ábyrgðarleysi meirihluta bæjarfulltrúa og virðingarleysi fyrir menningu bæjarins.

Það sem bæjarfulltrúar vita er að úhlutun lóðanna eða vilyrði er brot á stjórnsýslulögum og lóðaúthlutunarreglum bæjarins og allar líkur á að málið verði kært og vísað til dómstóla.

Það er því einlæg von mín að bæjarfulltrúar átti sig á því hvað þeir eru að gera. Man ekki eftir jafn svívirðlegum áformum á Akureyri þó margt hafi maður séð.

Þegar háhýsahugmyndir á Oddeyri voru slegnar af þá var það gert með íbúakosningu. Ef bæjarfulltrúar átta sig ekki á hvað þeir eru að gera þá eiga þeir þó þann möguleika að setja þessar gölnu hugmyndir í dóm bæjarbúa.

Akureyringar eiga rétt á að segja sitt álit á hugmyndum sem ég þykist nokkuð viss um að er algjörlega úr takti við vilja meirihluta bæjarbúa.

Á bæjarstjórnarfundi næsta þriðjudag eiga bæjarfulltrúar möguleika að koma í veg fyrir að skipulagsvitleysa á Akureyri nái nýjum hæðum. Vonandi hugsa þeir málin af skynsemi.

Jón Ingi Cæsarsson er fv. formaður skipulagsnefndar

Höfuðborgin Reykjavík og aðgengi landsbyggðarbúa

Franz Árnason skrifar
25. janúar 2025 | kl. 06:00

Sjá, þannig skal vandað til þess, sem á lengi að standa

Hlín Bolladóttir skrifar
24. janúar 2025 | kl. 17:30

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa
21. janúar 2025 | kl. 14:45

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30