Fara í efni
Umræðan

Tækifærin eru víða

Ríkissjóður hefur verið í vaxandi hallarekstri í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Hallinn er að miklu leyti rakinn til efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar sem m.a. miða að því að draga úr áhrifum faraldursins en einnig vegna þess að tekjur ríkissjóðs hafa dregist verulega saman á þessum tíma. Staðan væri umtalsvert verri ef ríkissjóður hefði ekki staðið eins vel að vígi og raun bar vitni þar sem dregið hefur verið úr skuldum ríkissjóðs á undanförnum árum.

Hröð og kröftug viðspyrna er háð mætti atvinnulífsins sem hefur fundið fyrir áhrifum kórónuveirufaraldursins rétt eins og ríkissjóður. Jafnframt hefur atvinnulífið glímt við hækkandi rekstrarkostnað á undanförnum árum þar sem launakostnaður, húsnæðiskostnaður og fleiri þættir spila stórt hlutverk. Mikilvægt er því að færa atvinnulífinu aukið svigrúm til að mæta áskorunum næstu ára, verja atvinnustarfsemi, örva sköpunarkraftinn og hraða viðspyrnunni. Nauðsynlegt er að lækka skatta og álögur og treysta þannig á einstaklingsframtakið, mátt samfélaganna og atvinnulífsins. Með því verndum við fyrirtækin og sköpum jafnframt svigrúm fyrir aukna atvinnu- og verðmætasköpun sem er lykilatriði í að tryggja öfluga viðspyrnu, hlúa að þeim lífsgæðum sem við búum við og viðhalda framförum í grunninnviðum þjóðfélagsins.

Tækifærin eru víða og í kjördæminu býr mikill kraftur einstaklinga og atvinnulífs. Alltof mörg dæmi eru um að regluverk og opinberar stofnanir haldi aftur af atvinnulífinu og einstaklingsframtakinu með óþarfa inngripi sem valda töfum, tekjumissi, minni umsvifum og glötuðum tækifærum til verðmæta – og atvinnusköpunar. Tækifærin liggja ekki síst í því að einfalda regluverk, gera stjórnsýsluna skilvirkari og útrýma óþarfa inngripi stofnana. Við þurfum að forgangsraða og missa ekki sjónar af stóru myndinni. Hið opinbera á að vera leiðbeinandi en ekki hamlandi.

Ragnar Sigurðsson er bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.

Laugaskóli í Þingeyjarsýslu 100 ára

Benedikt Sigurðarson skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30

Bjartsýni á Norðurlandi

Sigurjón Þórðarson skrifar
07. október 2025 | kl. 20:00

Fáni – ekki fyrir hvern sem er

Þorleifur Ananíasson skrifar
06. október 2025 | kl. 13:00

Byggingarlist fyrir aldraða

Árni Ólafsson skrifar
30. september 2025 | kl. 17:00

Drenglyndi kvartar til Persónuverndar

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
30. september 2025 | kl. 10:00