Fara í efni
Minningargreinar

Pétur Jósefsson - lífshlaupið

Pétur Jósefsson fæddist á Setbergi í Grundarfirði, Snæfellsnesi, 13. júlí 1937. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 27. janúar 2021.

Foreldrar hans eru Jósef Jónsson, prófastur, frá Öxl í Þingi, Húnavatnssýslu., f. 24. desember 1888, d. 20. júlí 1974 og Hólmfríður Halldórsdóttir f. 19. feb. 1891 í Reykjavík, d. 4. nóv. 1979. Systkini Péturs eru Halldór f. 1917, d. 1993, Kristjana f. 1918, d. 2004, Skafti f. 1920, d. 1993 og Jón, f. 1925, d. 1990. Fóstursystir Péturs er Ása Gunnarsdóttir f. 21. janúar 1928, d. 20. mars 2020.

Pétur kvæntist Rósu Dóru Helgadóttur, f. 16. desember 1940, d. 28. apríl 1999. Þau bjuggu megnið af sinni hjúskapartíð á Akureyri. Börn þeirra eru:

1) Helgi f. 24. september 1959. Maki Lísa María Correa Pétursson. Börn þeirra 1) Linda Dóra f. 28. júní 1986. Maki Sam Brown f. 12. janúar 1986. Börn þeirra eru Emilía Ýr og Lúkas. 2) Kristófer Róbert f. 2. júní 1987, d. 31. október 2017.

2) Halldór f. 17.desember 1960. Maki Halldóra Ingibergsdóttir, f. 25.febrúar 1966. Börn hans eru Höskuldur Pétur Halldórsson, f. 25.febrúar 1985 og Hólmfríður Rósa Halldórsdóttir, f. 4.mars 1991.

3) Hildur f. 16. febrúar 1963. Maki Oliver John Kentish, f. 25. júní 1954. Dóttir þeirra er Edda Þöll Kentish, f. 21. ágúst 1984. Dóttir hennar er Freydís Helen.

4) Hólmfríður f. 11. maí 1964. Maki Arnar Helgi Kristjánsson f. 30. maí 1964. Börn hennar eru 1) Pálmi Hrafn Tryggvason f. 1. nóvember 1985. Maki María Hólmgrímsdóttir f. 11. nóvember 1990. Börn þeirra eru Högni og París. 2) Pétur Orri Tryggvason f. 10. október 1988. Maki Erla Guðmundsdóttir f. 13. janúar 1992. Börn þeirra eru Hólmfríður Katrín og Huginn. 3) Sunna Margrét Tryggvadóttir f. 7. janúar 1997. Maki Jarl Magnus Riiber f. 15. október 1997. Barn þeirra er Ronja. 4) Dóttir Hólmfríðar og Arnars er Ása Helga Arnarsdóttir f. 23. maí 2003.

5) Arnkell Logi f. 1. mars 1974. Maki Marta María Hafsteinsdóttir f. 17. febrúar 1983. Börn þeirra eru Sigrún Dóra f. 11. ágúst 2013 og Dagur Steinn f. 26. febrúar 2016.

6) Þorkell Máni f. 1. mars 1974. Maki Dröfn Guðjónsdóttir f. 10. nóvember 1981. Börn þeirra eru Hildur Ásta f. 30. ágúst 2005, Sigrún Heba f. 17. janúar 2007 og Hrafnhildur Dóra f. 16. ágúst 2013.

Pétur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1956. Hann hóf nám í lögfræði í Háskóla Íslands og var eitt ár í námi við University of Delaware í Bandaríkjunum. Pétur starfaði sem kennari á Akureyri í áratugi, við Gagnfræðaskóla Akureyrar, Iðnskólann á Akureyrar, Tækniskóla Akureyrar og loks við Verkmenntaskólann á Akureyri. Jafnframt þessu var hann fasteignasali á Akureyri um árabil. Pétur var virkur í ýmsu félagsstarfi á Akureyri, skrifaði greinar í blöð og gaf fyrir nokkrum árum út smásagnasafnið Ekki skýhnoðri á himni.

Útför Péturs fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 4. febrúar, klukkan 13. Athöfninni verður streymt - smellið hér til að fylgjast með.

Árni Björn Árnason

Juan Ramón skrifar
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Höskuldur Þórhallsson skrifar
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Tinna og Telma skrifa
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Steinunn Glóey, Fanney Björg og Þórhallur Árni skrifa
10. maí 2024 | kl. 12:30

Sigurður Hermannsson

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
07. maí 2024 | kl. 11:00