Fara í efni
Minningargreinar

Orri Harðarson

Orri Harðarson var vinur minn og því kom ótímabær dauði hans mér í opna skjöldu, þótt vitað væri um krabbameinið. Ég viðurkenni fáfræði og vanmátt. Ég kynntist Orra á Akureyri og varð okkur vel til vina; hann í músík, ég í bókum, og hann vildi komast í bækur. Það gerði hann um síðir, þótt ekki væru afköstin mikil, enda kvaldi fullkomnunaráráttan hann það mikið að lítið varð úr verki.

Eina hugmynd kom hann með til mín og ætluðum við að gera stórt úr henni. Tónlistarsaga Bubba Morthens, hvorki meira né minna, og átti hún að heita BUBBLÍA. Leist mér æðivel á þá hugmynd og Tindur borgaði Orra ákveðna fyrirframgreiðslu. Bjartir tímar framundan.

Ertu með leyfi frá Bubba? spurði ég. Nei, ekki enn, svaraði höfundurinn, sem þá bjó með konu og dætrum tveim á Akureyri.

Orri elskaði Bubba og allan hans tónlistarheim. Langaði svo óskaplega að búa til bókarheim í kringum þann merka snilling, löngu áður en ævi Bubba var sett á svið Borgarleikhússins með glæsilegum árangri. Samt varð ekki af þessari hugmynd. Hún fjaraði út hægt og rólega, og dó um síðir. (Skal tekið fram að Orri borgaði fyrirframgreiðsluna samviskusamlega til baka).

Núna er Orri sjálfur genginn, fallinn fyrir krabba, eins og svo margir. Ég þakka honum samfylgdina, áráttuna fyrir fullkomnun, vináttuna, og ekki síst brosið sem hann sendi mér síðast á pósthúsinu á Akranesi, og ég sakna vinar sem ég vildi óska að hefði notið sín betur hérna megin lífs.

Helgi Jónsson

Ingi Kristján Pétursson

29. janúar 2026 | kl. 06:30

Ingi Kristján Pétursson

Pétur Björgvin Þorsteinsson skrifar
29. janúar 2026 | kl. 06:00

Haukur Jóhannsson

Knattspyrnufélag Akureyrar skrifar
26. janúar 2026 | kl. 19:45

Haukur Jóhannsson

Gulló, Möggurnar þrjár, Tommi, Siggi og Geiri skrifa
23. janúar 2026 | kl. 10:00

Haukur Jóhannsson

Skíðafélag Akureyrar skrifar
23. janúar 2026 | kl. 06:00