Fara í efni
Fréttir

Níu starfsmönnum Vélfags sagt upp

Vélfag var lengi með starfsemi í húsinu nær á myndinni, sem stendur við Baldursnes, en flutti á síðasta ári í stóra húsið þar fyrir aftan. Það hús stendur við Njarðarnes. Mynd af vef fyrirtækisins.

Níu starfsmönnum tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri var sagt upp störfum í gær og framkvæmdastjóri félagsins, Trausti Árnason, hefur sagt starfi sínu lausu. Fyrirtækið hefur sætt viðskiptaþvingunum, sem eru hluti aðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarstríðsins í Úkraínu.

Morgunblaðið sagði fyrst frá uppsögnunum í morgun. „Viðskiptaþving­an­irn­ar sem Vélfag sæt­ir eru hluti af aðgerðum Íslands, Nor­egs og Evr­ópu­sam­bands­ins gegn rúss­nesk­um fyr­ir­tækj­um vegna inn­rás­ar Rússa í Úkraínu. Nor­e­bo er talið tengj­ast svo­nefnd­um skugga­flota Rússa, flota skipa sem þeir nota til þess að kom­ast í kring­um refsiaðgerðir og fremja skemmd­ar­verk gegn vest­ræn­um ríkj­um,“ segir í frétt Morgunblaðsins.

Núverandi meirihlutaeigandi er kaupsýslumaðurinn Ivan Nicolai Kauf­mann sem eignaðist hlutinn 16. maí árið 2023, fjórum dögum áður en ESB tilkynnti að Norebo yrði beitt þvingunaraðgerðum. Hann þvertekur fyrir að hafa keypt fyrirtækið til málamynda en segir í samtali við RÚV í kvöld að tímasetningin líti vissulega illa út. Ítarlega var fjallað um málið í fréttatíma RÚV.