Fara í efni
Pistlar

Malanka

ÚKRAÍNA – VI

Lesia Moskalenko er úkraínsk, blaðamaður til margra ára. Hún kom sem flóttamaður til Akureyrar eftir að rússneski herinn réðst inn í Úkraínu á nýliðnu ári. Lesia skrifar pistla um Úkraínumenn og heimalandið fyrir Akureyri.net í vetur.
_ _ _

Íbúar Úkraínu hafa lengi kvatt gamla árið og fagnað því nýja 13. janúar, á hátíð sem þeir kalla Malanka. Hefðbundin áramót þróuðust út í mikla hátíð, einskonar karnival þar sem grímur, leikir og leiksýningar setja svip sinn á daginn. Hátíðin er ævaforn, mun fyrsta hafa verið haldin fyrir Kristburð og samkvæmt júlíanska dagatalinu fer Malanka fram á degi heilagrar Melaniu.

Malanka er mismunandi eftir svæðum í Úkraínu. Persónur eru ekki þær sömu og ekki búningarnir, en alls staðar er söngur hafður í hávegum og þátttakendur í leiknum klæðist á margvíslegan hátt; þarna má sjá afa og ömmu, djöfulinn sjálfan, geitur, birni og ýmsar kynjaverur auk aðalpersónunnar – sjálfrar Malanka. Hefð er fyrir því að Malanka sé karlmaður í kvenmannsfötum.

Malanka hefst með því að þátttakendur syngja saman hátíðarlög. Einn liður í hátíðinni er að stúlkur láta spá fyrir sér í þeirri von að sjá unnustann, strákar ræna hins vegar hurðum og hliðum af heimilum stúlkna og krefjast þess síðan að þær kaupi hina þjófstolnu hluti af þeim aftur.

Þátttakendur í karnivalinu Malanka hefja undirbúning mörgum mánuðum áður með búningagerð og skipta þá á milli sín hlutverkum.

Forfeður okkar stóðu í þeirri trú að á þessum degi ætti fólk biðja hvert annað fyrirgefningar, bæði fjölskyldu og nágranna; mikilvægt væri að ljúka árinu í sátt og samlyndi. Annað mikilvægt er fá hvorki neitt lánað þennan dag né lána nokkurn skapaðan hlut. Enn eitt er að fara ekki út með ruslið 13. júní; fara ekki með hamingjuna úr húsinu, eins og það er kallað.

Auðvitað er herramannsmatur borinn á borð þetta kvöld! Raunar er jafnan talað um kvöldið 13. janúar sem rausnarlega kvöldið, þegar borð svigna undan margskonar hefðbundnum kræsingum; þar er til dæmis kutia (soðið korn með hnetum, hunangi og rúsínum), bakað og soðið kjöt, pönnukökur, bökur með kotasælu og úkraínskar bollur með sýrðum rjóma.

Fyrir stríðið voru fjölmennar Malanka-hátíðir haldnar í borgum eins og Lviv og Chernivtsi í vesturhluta Úkraínu, einnig í Karpatafjöllum, og löðuðu að sér marga ferðamenn.

Reiði

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
12. september 2024 | kl. 08:50

Lífviður frá Asíu

Sigurður Arnarson skrifar
11. september 2024 | kl. 09:45

Verkstjórar eigin hugmynda

Magnús Smári Smárason skrifar
10. september 2024 | kl. 15:45

Kaupfélag verkamanna

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
09. september 2024 | kl. 10:30

Apótekaralakkrísinn

Jóhann Árelíuz skrifar
08. september 2024 | kl. 06:00

Hús dagsins: Litli-Hamar

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
07. september 2024 | kl. 15:15