Fara í efni
Fréttir

Styrkur frá Norðurorku til að þýða greinar Lesiu

Úkraínska blaðakonan Lesia Moskalenko og Eyþór Björnsson, forstjóri Norðurorku, takast í hendur þegar fyrirtækið afhenti styrki í vetur. Skapti Hallgrímsson ritstjóri Akureyri.net á milli þeirra. Ljósmynd: Auðunn Níelsson

Útgáfufélag Akureyri.net, Eigin herra ehf., fékk í vetur styrk frá Norðurorku til þess að greiða fyrir þýðingar á pistlum úkraínsku blaðakonunnar Lesia Moskalenko.

Lesia kom sem flóttamaður til Akureyrar eftir að rússneski herinn réðst inn í Úkraínu á síðasta ári. Hún hefur þegar skrifað nokkra fjölbreytta  pistla um úkraínska menningu og siði og hafa þeir vakið verðskuldaða athygli.

Nýjasti pistillinn birtist í dag, þar fjallar Lesia um páskahald í heimalandinu en Úkraínumenn kalla páskahátíðina Paska.

Smellið hér til að lesa pistil dagsins.

Norðurorka afhenti í lok janúar 58 styrki til margvísla samfélagsverkefna. Smellið hér til að sjá frétt Akureyri.net um afhendingu styrkjanna.