Ef ég ætti að lýsa pabba í nokkrum orðum þá myndi ég segja:
Besti pabbinn sem til er.
Skemmtilegasti pabbinn.
Hörkuduglegur hvað sem gekk á.
Ég er annar í röðinni í bræðrahópnum. Elstur er Gunnar Rafn, svo ég og að lokum litli bróðir minn, Baldvin.
Gunnar Rafn á tvö börn, Tinnu Kristínu og Aron Mána, svo á Baldvin strák sem heitir Jón Ares.
Pabbi hugsaði alltaf vel um okkur bræðurna. Náin unnusta pabba er Hrönn Vignisdóttir, sem er góð kona. Stelpan hennar heitir Vigdís og sonur Vigdísar Kristian Darri.
Það var erfitt að horfa upp á pabba sinn veikan. Pabba sem barðist og barðist og vildi vera áfram hjá okkur.
Elsku pabbi minn, ég minnist líka veiðiferðanna sem við fórum í Blöndu og þú sagðir við mig að ég væri mjög góður veiðimaður. Í lok mánaðarins þá mun ég keyra fram hjá veiðihúsinu í Blöndu, stoppa þar og hugsa til þín.
Ég ætla að reyna að brosa í gegnum tárin og halda áfram með allar fallegu minningarnar að leiðarljósi.
Góða ferð elsku pabbi og takk fyrir allt sem þú varst mér, ég veit að við verðum aftur saman þegar fram líða stundir.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
Texti: Ásmundur Eiríksson
Þinn sonur,
Héðinn Styrmir Jónsson