Fara í efni
Minningargreinar

Jóhanna S. Tómasdóttir – lífshlaupið

Jóhanna Soffía Tómasdóttir fæddist í Skagafirði þann 19. apríl 1929. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri þann 15. janúar 2025.
 
Foreldrar hennar voru Sigríður Jónsdóttir frá Stöpum og Tómas Jónsson. Jóhanna var næst elst átta alskystkina (ásamt Guðbjörgu tvíburasystur sinni), og átti tvær eldri hálfsystur, sammæðra.
 
Þegar þær tvíburasystur voru 9 ára gamlar fóru þær í fóstur til Sigurlaugar Ólafsdóttur og Jóhanns Sigurðssonar, sem bjuggu á Löngumýri í Skagafirði. Þar stundaði Jóhanna nám við farskólann og unglingadeildina í Varmahlíð. Árið 1946 flutti hún til Akureyrar og hóf fljótlega nám við Gagnfræðaskóla Akureyrar, þaðan sem hún útskrifaðist sem gagnfræðingur árið 1948.
 
Jóhanna eignaðist með Gunnari Jóhanni Sigurjónssyni (f. 3. ág. 1925 – d. 28. ág. 2004) 8 börn, þau eru: Sigurlaug Þóra f. 8. des. 1950 - d. 19. feb. 2024, Tryggvi f. 1. maí 1953, Gunnar Jóhann f. 6. okt. 1954 - d. 30 mars 2024, Sigríður Dóra f. 14 jan. 1956, Gunnhildur f. 11. nóv. 1957 - d. 25. des. 1957, Sigurjón f. 11. feb. 1959, Gunnhildur Harpa f. 10. mars 1961 og Tómas f. 16. des. 1964.
 
Barnabörnin eru 9, barnabarnabörnin 15 og barnabarnabarnabörnin 4.
 
Jóhanna sinnti alla starfsævina verkakvenna- og umönnunarstörfum, lengstum á Akureyri en einnig í Reykjavík um nokkurra ára skeið.
 
Útför Jóhönnu fer fram frá Akureyrarkirkju, í dag, föstudaginn 7. febrúar 2025 kl. 13:00.

Heimir Þorleifur Kristinsson

Margrét Guðmundsdóttir og Kristinn Hólm skrifa
12. ágúst 2025 | kl. 12:04

Heimir Þorleifur Kristinsson

Hildur Ýr Kristinsdóttir og Jóhanna Björk Kristinsdóttir skrifa
12. ágúst 2025 | kl. 06:00

Patricia Ann MacKenzie Jónsson

Ívar Aðalsteinsson skrifar
31. júlí 2025 | kl. 06:00

Patricia Ann MacKenzie Jónsson

Svanhvít Aðalsteinsdóttir skrifar
31. júlí 2025 | kl. 06:00

Patricia Ann MacKenzie Jónsson

Ásdís Elva Aðalsteinsdóttir skrifar
31. júlí 2025 | kl. 06:00