Fara í efni
Minningargreinar

Jóhanna Aðalbjörg Þorkelsdóttir - lífshlaupið

Jóhanna Aðalbjörg Þorkelsdóttir fæddist á Siglufirði þann 11. nóvember 1933 og lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri þann 26. júlí 2021. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhanna Guðríður Kristjánsdóttir (1892-1986) og Þorkell Svarfdal Sigurðsson (1881-1940). Jóhanna var yngst 13 systkina, hin voru: Eleonora, Sigurpáll, Kristján, Margrét, Axel, Albert, Sigurður, Júlíus, Hansína, Hilmar, Sigríður Inga og Elísabet. Þau eru öll látin.

Jóhanna giftist Páli Snævari Jónssyni f. á Akureyri 1932, þann 18. júlí 1953. Þau bjuggu alla sína búskapartíð á Akureyri.

Páll og Jóhanna eignuðust 7 börn, þau eru:

  • Jón Ingvar, f. 1951, kvæntur Þórdísi Þorvaldsdóttur, synir þeirra eru Snorri Páll, Þorvaldur og Ingvar, maki Íris Guðmundsdóttir.
  • Þorkell Jóhann, f. 1952, börn hans og Guðrúnar Stefánsdóttur eru Jóhanna, gift Guðfinni Helga Þorkelssyni og Bjarki Þór, kvæntur Steinunni Hákonardóttur.
  • Stefán Kristján, f. 1957, kvæntur Maríu Guðbjörgu Hensley, dóttir þeirra er Rósa María. Af fyrra hjónabandi átti Stefán þau Óðin, Gunnar Örvar og Matthildi Alice, maki hennar er Jóhann Pétur Fleckenstein. María átti áður dótturina Báru, maki Ingi Þór Sigurðsson.
  • Páll, f. 1961, kvæntur Margréti J. Kristjánsdóttur, börn þeirra eru Nanna Rut, maki Hlynur Páll Guðmundsson, Kolbrún Helga, maki Sonja Björg Jóhannsdóttir og Júlíus Snær, maki Jenný Birta Þórisdóttir.
  • Haraldur, f. 1962, kvæntur Jóhönnu Sólrúnu Norðfjörð, barn þeirra er Vetur Nóa, maki Coral Pérez. Fyrir átti Haraldur Viðar og Katrínu Mist, maki Jóhann Axel Ingólfsson. Af fyrra hjónabandi átti Jóhanna Ingimund, sem kvæntur er Alís Ólafsdóttur, Ólafíu Kristínu, sem gift er Þresti Leó Jóhannssyni og Öldu Maríu, sem gift er Ásgeiri Andra Adamssyni.
  • Birgir, f. 1966, kvæntur Sigrúnu Birnu Óladóttur, börn þeirra eru Elín Dóra, gift Jóhanni Helga Hannessyni, Óli Birgir, maki Tinna Rún Benediktsdóttir og Hanna Klara. Áður átti Birgir soninn Kristján.
  • Margrét f.1969, gift Bjarna Bjarnasyni, börn þeirra eru Almar Blær, maki Thelma Sól Hall og Lína Petra, maki Ýmir Valsson. Áður átti Margrét soninn Pál Snævar, maki Páls er Þórdís Linda Guðlaugsdóttir.

Barnabarnabörnin eru orðin 33.

Jóhanna ólst upp á Siglufirði, yngst í stórum hópi systkina. Faðir hennar dó þegar hún var nýorðin 7 ára gömul og eins og gefur að skilja hafði fráfall föður frá stórum hópi barna veruleg áhrif á fjölskylduna en með samheldni fjölskyldunnar tókst að halda hópnum saman.

Eftir almenna skólagöngu flutti Hanna, 14 ára gömul, til Akureyrar í vist til Alberts bróður síns og Siggu konu hans og hjálpaði til við barnauppeldi á því góða heimili. Á Akureyri kynntist hún Páli og hófu þau búskap 1951, bjuggu fyrst í litlu-Reykjavík sem stóð á Eyrinni á Akureyri. Lengst af bjuggu þau í Skarðshlíð 38 og síðar í Lindasíðu 4. Á vordögum 2020 fluttu þau á Dvalarheimilið Hlið á Akureyri hvar þau bjuggu til æviloka.

Útför Jóhönnu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 3. ágúst, klukkan 13:00. Athöfninni verður streymt á Facebook síðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju - Beinar útsendingar, smellið hér til að horfa.

Kári Árnason

Íþróttafélagið Þór skrifar
19. júlí 2024 | kl. 11:00

Kári Árnason

Knattspyrnufélag Akureyrar skrifar
19. júlí 2024 | kl. 11:00

Kári Árnason

Jón Ingvi Árnason skrifar
19. júlí 2024 | kl. 09:00

Kári Árnason

Elva, Katrín og Erna Káradætur skrifa
19. júlí 2024 | kl. 09:00

Kári Árnason – lífshlaupið

19. júlí 2024 | kl. 08:55

Hulda Lilý Árnadóttir

Rannveig Svava Alfreðsdóttir skrifar
18. júlí 2024 | kl. 06:00