Fara í efni
Fréttir

Íslandsmót öldunga í skák á Akureyri í maí

Áskell Örn Kárason, núverandi skákmeistari öldunga, með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands eftir að hann sigraði á Íslandsmótinu í fyrra. Mynd: skak.is.

Íslandsmót öldunga (65+) í skák árið 2026 verður haldið í aðstöðu Skákfélags Akureyrar í Íþróttahöllinni á Akureyri, dagana 22.-24. maí næstkomandi. Keppnisrétt eiga allir skákmenn 65 ára og eldri (fæddir 1961 eða fyrr).

Stefnt er að því að tefla 9 umferðir með atskákarsniði, þar sem umhugsunartíminn í hverri skák er 15 mínútur, að viðbættum 10 sekúndum fyrir hvern leik.

Skráning er þegar hafin og í þessari frétt á vef Skáksambands Íslands er hlekkur á skráningarform. Núverandi skákmeistari öldunga er Áskell Örn Kárason, formaður Skákfélags Akureyrar.