Fara í efni
Minningargreinar

Ingvi Rafn Jó­hanns­son – lífshlaupið

Ingvi Rafn Jó­hanns­son, raf­virkja­meist­ari og söngv­ari, fædd­ist á Ak­ur­eyri 1. janú­ar 1930. Hann lést 13. mars 2024.

For­eldr­ar hans voru hjón­in Jó­hann Ó. Har­alds­son, tón­skáld og end­ur­skoðandi KEA, og Þor­björg Stef­áns­dótt­ir, sem lést úr berkl­um þegar Ingvi var tæp­lega tveggja ára. Seinni kona Jó­hanns og stjúp­móðir Ingva Rafns var María Kristjáns­dótt­ir.

Eig­in­kona Ingva Rafns var Sól­veig Jóns­dótt­ir frá Aðal­vík, f. 1932, d. 2002. Börn þeirra eru átta:

1) Þor­björg, f. 1953. Maki: Ólaf­ur Tr. Kjart­ans­son. Börn: Kjart­an, f. 1974, Ólaf­ur Tryggvi, f. 1975, og Sól­veig María, f. 1984. Barna­börn: Sól­rún Svava, f. 2000, Sunn­eva, f. 2002, Helga Björg, f. 2006, Ágúst Óli, f. 2003, Kári Gunn­ar, f. 2007, Ólaf­ur Darri, f. 2014, Óli Gunn­ar, f. 2012, Jakob Þór, f. 2015, og Rut f. 2021.

2) Sól­veig Sig­ur­rós, f. 1954. Barn: Smári Rafn Teits­son, f. 1974. Barna­barn: Teit­ur Örn, f. 2022.

3) Svan­fríður, f. 1955. Maki: Pét­ur Ein­ars­son, d. 2020. Börn: Stef­an­ía Tinna, f. 1985, og Sindri, f. 1990. Barna­börn: Baltas­ar Ezra, f. 2014, Au­d­rey Evia El­in­ora, f. 2017, og Aría, f. 2022.

4) María Björk, f. 1959. Maki: Ómar Bragi Stef­áns­son. Börn: Stefán Arn­ar, f. 1982, Ingvi Hrann­ar, f. 1986, og Ásthild­ur, f. 2000. Barna­börn: Stefán Ei­rík­ur, f. 2013, Ómar Trausti, f. 2015, Matt­hild­ur María, f. 2019, og Gunn­ar Steinn, f. 2021.

5) Katrín Elfa, f. 1961. Barn: Jó­hanna Tania Har­alds­dótt­ir, f. 1985. Barna­börn: Mia, f. 2012, Joh­an, f. 2016, Fil­ip, f. 2018, og Henrik, f. 2023.

6) Eyrún Svava, f. 1964. Maki: Hólm­ar Svans­son. Börn: Darri Rafn, f. 1991, Hild­ur María, f. 1994, og Agnes Erla, f. 1996. Barna­barn: Sól­ey Birta, f. 2021.

7) Jó­hann Ólaf­ur, f. 1966. Maki: Gunn­hild­ur Arn­ars­dótt­ir. Börn: Katrín Ásta, f. 1995, Eyþór Trausti, f. 1997. Barna­barn: Matth­ías Páll, f. 2023.

8) Ingvi Rafn, f. 1970. Maki: Ruth Viðars­dótt­ir. Barn: Páll Veig­ar, f. 2001.

Ingvi Rafn ólst upp á Ak­ur­eyri til sex ára ald­urs en flutt­ist þá til fóst­ur­for­eldra sinna að Ási á Þela­mörk og síðar Skóg­um. Þegar Ingvi hóf nám í Iðnskól­an­um á Ak­ur­eyri 1947 flutti hann til föður síns og stjúp­móður. Hann lauk prófi frá Iðnskól­an­um á Ak­ur­eyri 1951, sveins­prófi í raf­virkj­un 1953 og fékk meist­ara­bréf 1957. Hann hóf sjálf­stæðan rekst­ur með öðrum 1954 en frá 1961 til 1994 rak hann eigið fyr­ir­tæki, Raf­tækni. Hann var formaður Raf­virkja­fé­lags Ak­ur­eyr­ar 1953-1957, formaður Raf­virkja­meist­ara­fé­lags Ak­ur­eyr­ar og síðar Fé­lags raf­verk­taka á Norður­landi í 13 ár. Sat í stjórn LÍR í níu ár og var einnig formaður Norðlenskra raf­verk­taka hf., lengst af frá stofn­un þess 1982. Ingvi Rafn starfaði í kór­um á Ak­ur­eyri óslitið frá ár­inu 1951 til 2017, fyrst í Kan­tötu­kór Ak­ur­eyr­ar, síðan í Karla­kór Ak­ur­eyr­ar í 17 ár. Frá 1973 starfaði hann í Karla­kórn­um Geysi. Við sam­ein­ingu kór­anna árið 1990 varð hann fyrsti formaður. Hann söng síðan með Kór aldraðra, til árs­ins 2017.

Ingvi Rafn læt­ur eft­ir sig 47 af­kom­end­ur, átta börn, 16 barna­börn og langafa­börn­in eru 23.

Hann verður jarðsung­inn frá Ak­ur­eyr­ar­kirkju í dag, 2. apríl 2024, kl. 13. Jarðsett verður í Möðru­valla­kirkju­g­arði.

Smári Jónsson – lífshlaupið

Fjölskylda Smára skrifar
30. apríl 2024 | kl. 06:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Freyja Rögnvaldsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Tryggvi, Sigríður Dóra, Sigurjón, Gunnhildur Harpa og Tómas skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Daníel Snorrason

Valur Ásmundsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 09:45

Daníel Snorrason

Björn Björnsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 06:05