Fara í efni
Pistlar

Hrós

Fræðsla til forvarna - XXXVII

Hrós er vanmetinn mannlegur áhrifamáttur (human superpower). Rannsóknir sýna að hrós bætir líðan, heilsu og hamingju umtalsvert og mælanlega og áhrifin geta enst lengi, jafnvel allt lífið. Og það besta er að hrósið er oftast gott bæði fyrir þann sem veitir því viðtöku og gefandann.

Ef til vill er hrós besta gjöfin sem við getum gefið hvert öðru því hún skapar vináttu og styrkir samskipti. Það eru til áhugaverðar rannsóknir sem sýna að sá sem fékk hrósið hefur tilhneigingu til að verða jákvæðari og hjálpsamari í garð annarra. Þannig má greina smitandi áhrif sem gætu átt þátt í að bæta heiminn frekar en hið gagnstæða.

En af hverju erum við svona hrædd við að gefa hrós. Það er alveg ástæðulaust að fara sparlega með það. Það er hvorki hallærislegt né slæm uppeldisaðferð að hrósa. En hrósið skal gefa af einlægni, frá hjartanu. Það verður að byggja á raunhæfu mati og án þess að maður setji sig á háan hest. Áhrifamesta hrósið er um félagslega eiginleika, ekki föt eða bíla.

Að kunna að gefa hrós er þannig magnaður hæfileiki sem er mikilvægt að átta sig á snemma á ævinni og þjálfa með sér, ekkert síður en að læra að reima skóna eða ná góðri forgjöf.

Vissuð þið að hrós nýtist vel í lækningaskyni. Það er reyndar gott fyrir bæði sjúklinginn og lækninn. Læknir: „Þessi aðgerð er nauðsynleg og áhættusöm en þú ert búinn að undirbúa þig vel og hefur sýnt mikinn kjark og þolgæði.“ Sjúklingur: „Þakka þér fyrir læknir. Ég hef heyrt margt gott um hæfileika þína og getu og veit að þú munt leggja þig fram og gera þitt besta.“

Og í viðtali geðlæknisins er hrósið áhrifamikið lækningatæki sem nýtist vel til þess að fá fólk til að gera breytingar, takast á við erfiða hluti sem virðast óyfirstíganlegir og hvatning til að gefast ekki upp.

Á vinnustöðum er jákvæð endurgjöf (e.positive feedback) líkleg til bæta samskipti starfsfólks, efla starfsánægju og auka þátttöku og löngun til góðra verka.
Þakka þér kærlega fyrir að lesa þennan pistil og fyrir að gefa þér tíma til að hugleiða þessa vannýttu auðlind.

Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir

Sperðlar

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
09. desember 2024 | kl. 11:30

Hér og nú – Frá augnabliki til augnabliks

Haukur Pálmason skrifar
09. desember 2024 | kl. 06:00

Íþróttasíða Halls Símonarsonar

Jóhann Árelíuz skrifar
08. desember 2024 | kl. 13:00

Hvar er hinn sanni jólaandi?

Hrund Hlöðversdóttir skrifar
06. desember 2024 | kl. 06:00

Grenivík

Jón Óðinn Waage skrifar
04. desember 2024 | kl. 13:00

Jólatré við JMJ og Joe's

Sigurður Arnarson skrifar
04. desember 2024 | kl. 10:30