Fara í efni
Minningargreinar

Heba Ásgrímsdóttir

Bankað er á bakdyr í Norðurgötu 45, líklega hefur árið verið 1965. Kona kom til dyra og brosti til lítils hnokka sem átti erfitt með að segja orðið Skapti og sagði því „er Hallason heima, vill hann leika?“ Mun einfaldara! Þarna var kominn undirritaður og konan var Heba. Auðvitað tók hún mér með bros á vör og bauð mér inn. Leiða má líkum að því að þetta hafi verið eitt af fyrstu skiptunum sem ég fór einn „yfir“ (frá Reynivöllum 4), til Skapta sem varð minn best vinur og er enn. Heimili Hebu og Halla var mér alla tíð sem annað heimili og brosin frá Hebu orðin mörg. Hún var mér sem önnur móðir alla tíð, svo yndisleg.

Með tíð og tíma hætti ég að banka á ytri dyr heimila þeirra, gekk bara beint inn. Ég varð eiginlega einn af fjölskyldunni og alltaf tekið sem slíkum í einu og öllu, óþarfi að banka.

Þegar við hjónin áttum von á syni okkar, ætlaði ég alltaf að tala við Hebu og spyrja hvort hún gæti orðið ljósmóðir hans. Skemmst er frá að segja að það misfórst. En örlögin gripu inní. Rétt eftir að við komum á fæðingardeildina kom Heba á vakt og tók við okkur. Það var stórt brosið hjá mér þegar drengurinn fæddist og að Heba tók á móti honum. Þarna fannst mér lífið fullkomið.

Minningar um Hebu kalla alltaf á bros og hlýju og þannig mun það verða um ókomna tíð, þó svo hún sé horfin á vit feðranna.

Elsku Halli og fjölskylda. Það hafa verið forréttindi að fá að vera hluti af ykkar fjölskyldu, Heba gaf mér svo mikið.

Við hjónin vottum ykkur, okkar dýpstu samúð um leið og við þökkum Hebu fyrir allt sem hún gaf okkur fjölskyldunni.

Reynir Eiríksson.

Guðmundur Tulinius

Jón Hlöðver Áskelsson og Sæbjörg Jónsdóttir skrifa
28. mars 2024 | kl. 12:05

Guðmundur Tulinius – lífshlaupið

28. mars 2024 | kl. 12:00

Sigurlaug Þóra Gunnarsdóttir

Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Ingibjörg Isaksen skrifa
04. mars 2024 | kl. 09:30

Sigurlaug Þóra Gunnarsdóttir

Alfa Jóhannsdóttir skrifar
04. mars 2024 | kl. 06:00

Hermína Jónsdóttir

Daði, Freyr og Katrín skrifa
01. mars 2024 | kl. 10:05