Fara í efni
Minningargreinar

Haraldur Ólafsson - lífshlaupið

Haraldur Ólafsson - lífshlaupið

Haraldur Ólafsson fæddist á Garðsá í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði 5. október 1929. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 12. september síðastliðinn.

Foreldrar Haraldar voru Ólafur Sigurjónsson bóndi frá Brekku í Öngulsstaðahreppi, f. 6. apríl 1897, d. 30. ágúst 1954, og Jakobína María Árnadóttir húsmóðir frá Skálpagerði í Öngulsstaðahreppi, f. 25. desember 1891, d. 24. júlí 1955.

Systir Haraldar var Ólöf Þóra Ólafsdóttir, f. 22. janúar 1920, d. 19. janúar 2000. Eiginmaður Ólafar var Örn Pétursson, f. 23. desember 1922, d. 2. janúar 1999.

Þann 5. október 1951 kvæntist Haraldur Brynju Hermannsdóttur, f. 11. mars 1929, d. 16. maí 2003. Foreldrar hennar voru hjónin Hermann Jakobsson frá Húsabakka í Aðaldal og Guðrún Magnúsdóttir, fædd á Akureyri. Haraldur og Brynja bjuggu lengst af í Klapparstíg 1 á Akureyri.

Börn Haraldar og Brynju eru:

1) Hermann Haraldsson, f. 20. febrúar 1952, kvæntur Elínu Guðmundsdóttir, f. 20. nóvember 1959. Sonur Hermanns og Elsu Baldvinsdóttur er Baldvin Már, f. 29. janúar 1976, kvæntur Margréti Ástu Ívarsdóttur. Börn Hermanns og Elínar eru Brynja Dögg, f. 27. desember 1979, gift Guðlaugi Arnarssyni, og Guðmundur Freyr, f. 3. júní 1986, eiginkona hans er Kristín Hólm Reynisdóttir.

2) Ólafur Örn Haraldsson, f. 14. júlí 1957, kvæntur Sigríði Björnsdóttur, f. 4. ágúst 1967. Sonur Ólafs og Huldu Gunnlaugsdóttur er Gunnlaugur Snær, f. 11. febrúar 1984, í sambúð með Perlu Steinsdóttur. Dóttir þeirra Ólafs og Sigríðar er Lind, f. 9. apríl 1998.

3) Guðrún María Haraldsdóttir, f. 13. mars 1962, gift Ólafi Sigurðssyni, f. 12. ágúst 1961. Synir Guðrúnar og Ólafs eru Haraldur, f. 29. október 1980, kvæntur Lindu Geirdal, Sindri Svan, f. 20. ágúst 1985, í sambúð með Pálínu Dagnýju Guðnadóttur og Stefán Þór, f. 17. ágúst 1989, í sambúð með Elínu Dalíu Hjaltadóttur.

Langafabörnin og augnayndi afa Halla eru átján talsins.

Útför Haraldar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 20. september, og hefst klukkan 10.00.

Þorleifur Jóhannsson - minning

11. janúar 2021 | kl. 06:45

Þorleifur Jóhannsson

Inga Dagný Eydal skrifar
11. janúar 2021 | kl. 06:50

Ágúst H. Guðmundsson

Ásmundur Hreinn, Bjarni Ármann og Guðmundur Ævar Oddssynir skrifa
13. janúar 2021 | kl. 07:00

Þorleifur Jóhannsson

Símon Jón Jóhannsson skrifar
11. janúar 2021 | kl. 09:30

Þorleifur Jóhannsson

Sævar Benediktsson skrifar
11. janúar 2021 | kl. 10:30

Ágúst H. Guðmundsson

Guðrún Gísladóttir skrifar
13. janúar 2021 | kl. 07:00