Fara í efni
Minningargreinar

Ágúst H. Guðmundsson - lífshlaupið

Ágúst H. Guðmundsson fæddist á Patreksfirði 26. ágúst 1967. Hann lést að heimili sínu í Eyjafjarðarsveit 1. janúar 2021.

Foreldrar hans voru Ásgerður Ágústsdóttir, fædd 14. apríl 1946 og Guðmundur H. Guðjónsson, fæddur 22. desember 1940.

Fósturfaðir Ágústar sem gekk honum í föðurstað var Guðmundur Jón Bergsveinsson, fæddur 24. október 1944. Eiginkona Guðmundar H. Guðjónssonar er Dagný Pétursdóttir, fædd 20. mars 1949.

Uppeldissystur Ágústar sammæðra: Ingveldur Guðmundsdóttir, fædd 15. apríl 1971 og Ingibjörg Berglind Guðmundsdóttir, fædd 30. september 1977

Systur Ágústar samfeðra: Rósa Guðmundsdóttir fædd 11. mars 1979 og Védís Vandíta Guðmundsdóttir fædd 24. maí 1982.

Eiginkona Ágústar var Guðrún Gísladóttir, fædd 21. júní 1972. Ung felldu þau hugi saman og stóð sambúð þeirra yfir í tæp 30 ár. Börn Ágústar og Guðrúnar eru: Ásgerður Jana, fædd 1. desember 1996, Július Orri, fæddur 1. september 2001, unnusta Glódís Edda, fædd 1. mars 2003, og Berglind Eva fædd 23. september 2009.

 

Ágúst flutti ungur frá Patreksfirði til Hafnarfjarðar, alltaf kallaði hann sig þó Patreksfirðing. Á Patreksfirði hóf hann ungur sjómennsku og dvaldi í góðu yfirlæti hjá ömmu Ingveldi og afa Ágústi, öll sumur og hátíðir fram á unglingsaldur. Körfuboltaferill hans hófst í Hafnarfirði hjá Haukum. Fjölskyldan flutti til Akureyrar þegar Ágúst var 16 ára, gekk hann þá strax til liðs við Þór og lék með meistaraflokki félagsins árum saman. Hann þjálfaði meistaraflokk Þórs um tíma og yngri flokka félagsins um árabil. Ágúst vann frábært starf, þótti framúrskarandi þjálfari og var mjög sigursæll með yngri flokka Þórs. Ágúst var formaður unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Þórs í mörg ár og sat í stjórn deildarinnar.

Hjónin Guðrún og Ágúst stofnuðu líkamsræktarstöðina Átak á Akureyri 2003 og ráku allt til ársloka 2017.

Á Akureyri hélt Ágúst áfram sjómennsku, var kokkur á Harðbak, en starfaði síðar hjá Ásprenti og Kassagerðinni þangað til hann stofnaði ásamt fleirum fyrirtækið Neptune í því skyni að gera út rannsóknarskip og þjónusta olíðuiðnaðinn. Ágúst var framkvæmdastjóri fyrirtækisins á meðan heilsan leyfði. Fyrir nokkrum árum fékk hann hugmynd að smávirkjun innst í Eyjafjarðarsveit og lét ekki deigan síga þrátt fyrir erfiða baráttu við MND sjúkdóminn. Draumur Ágústar rættist er Tjarnarvirkjun var formlega tekin í notkun sumarið 2020.

Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 13. janúar kl. 13:30. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir.

Athöfninni verður streymt á facebook síðunni: Jarðarfarir í Akureyrarkirkju - beinar útsendingar

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Freyja Rögnvaldsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Tryggvi, Sigríður Dóra, Sigurjón, Gunnhildur Harpa og Tómas skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Daníel Snorrason

Valur Ásmundsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 09:45

Daníel Snorrason

Björn Björnsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 06:05

Daníel Snorrason – lífshlaupið

04. apríl 2024 | kl. 06:00