Fara í efni
Minningargreinar

Sveinn Bjarnason

Veistu ef þú vin átt,

þann er þú vel trúir,
og vilt þú af honum gott geta,
geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.(Úr Hávamálum)

Sveinn Bjarnason, Svenni Bjarna, sem í okkar hópi var ekki kallaður annað. Hann var alltaf gott að hitta og við hann geði að blanda.

Svenni Bjarna var einstakur um margt. Hann Var Akureyringur úr miðju þess samfélgs búandi við Ráðhústorg frá fæðingu til fullorðinsára. Bærinn var honum hjartfólginn alla tíð. Akureyri var varla meira en stórt þorp þar sem allir þekktu alla enda Svenni Bjarna fæddur á fyrri hluta síðust aldar. Miðbærinn var á þessum tíma miðja alls í bænum.

Mikill og stór vinahópur stráka myndaðist við ferðalag útskriftarnema GA gagnfræðinga. Þessi vinahópur lagði grunnin að þessum skrifum. Við vorum smá herdeild í vinaflokki Svenna. Hann var frumkvöðull að sameina árgang 1949 frá Akureyri. Fyrir hans tilstilli var séð um hitting þessa árgangs við hátíðleg tækifæri við afmælisár árgansins og jólagleði hitting nú hin síðari ár fyrir sunnan.

Við erum nokkrir Akureyringar sem hittumst reglulega einu sinni í mánuði í spjall og gleði yfir okkar samferð fyrri ára. Þessi hópur varð til fyrir tilurð Svenna Bjarna gleði hans og nærvera var okkur hvatning að hittast. Við munum halda áfram að mæta með merki hans á lofti og kladddinn verður á staðnum, skróp og mætingar skráðar.

Einn úr okkar hópi sagði í tilefni þessara minninga um góðan dreng :

„Svenni var fæddur fyrirliði og félagslindur og sagnamaður góður. Hafði mikinn húmor, sem ekki meiddi nokkurn mann nema ef til vill hann sjálfan“.

Við félagarnir sendum Öldu, börnum þeirra og fjölskyldu okkar innilegustu samúðar kveðjur með þökkum fyrir að fá Svenna lánaðan á stundum. Við minnumst hans með þakklæti og af virðingu.

 Hópur 49 í GKG

Þorgerður Stefanía Halldórsdóttir

Árný Benediktsdóttir skrifar
25. ágúst 2025 | kl. 16:00

Þorgerður Stefanía Halldórsdóttir

Kári Kárason skrifar
23. ágúst 2025 | kl. 06:00

Þorgerður Stefanía Halldórsdóttir

Vilborg Erla Sveinbjörnsdóttir skrifar
23. ágúst 2025 | kl. 06:00

Þorgerður Stefanía Halldórsdóttir

Þórhalla L. Guðmundsdóttir skrifar
22. ágúst 2025 | kl. 06:02

Þorgerður Stefanía Halldórsdóttir

Halla María Sveinbjörnsdóttir skrifar
22. ágúst 2025 | kl. 06:01