Súsanna Möller – lífshlaupið

Súsanna Jóna Möller, fæddist á Akureyri 7. september 1943. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 4. júlí 2025.
Foreldrar hennar voru Alfreð Möller f. 30. desember 1909, d. 10. janúar 1994 og Friðný Sigurjóna Baldvinsdóttir 16. október 1918, d. 22. apríl 1988. Systkini Súsönnu eru Lucinda Gígja f. 25. apríl 1937, d. 10. september 2018, Páll Geir f. 27. september 1940, d. 7. desember 2019, Alma Kristín f. 21. september 1945, Erla Elva f. 13. september 1946, d. 17. desember 2024. og Jóhann Gunnar f. 25. júlí 1955.
Súsanna giftist Einari Guðnasyni f. 13. apríl 1939, d. 20. desember 2005, þau slitu samvistir. Sonur þeirra var Orri Möller Einarsson f. 13. maí 1976, d. 17. október 1996.
Sambýlismaður Susönnu var Egil Johnson, en hann lést árið 2010. Þau bjuggu á Lanzarote, í Bergen og á Akureyri.
Súsanna ólst upp á eyrinni á Akureyri þar sem hún var virk í íþróttum og lék handbolta með KA og tók einnig þátt í frjálsíþrótta- og sundmótum. Á unglingsárum synti hún meðal annars yfir Eyjafjörð. Á síðari árum hefur hún stundað golfíþróttina af miklu kappi ásamt vinkonum sínum og eftir að hún fjárfesti í rafmagns-þríhjóli á síðasta ári hefur hún verið dugleg að hjóla.
Skömmu eftir 1965 flutti Súsanna til Reykjavíkur og vann þá hjá Símanum, en eftir að hún fluttist aftur til Akureyrar eftir 1976 hóf hún störf hjá Slippstöðinni og vann þar til loka starfsferils.
Súsanna var glaðlynd og félagslynd og hafði unun af að gleðjast með systkinum sínum og ættingjum og umgangast systikinabörn og barnabörn.
Útför Súsönnu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 18. júlí kl 13.


Patricia Ann MacKenzie Jónsson

Patricia Ann MacKenzie Jónsson

Patricia Ann Mackenzie Jónsson – lífshlaupið

Heimir Þorleifur Kristinsson
