Fara í efni
Minningargreinar

Siguróli Magni Sigurðsson

Kveðja frá Knattspyrnufélagi Akureyrar.

Knattspyrnufélag Akureyrar hefur nú kvatt einn af sínum mögnuðu KA félögum og ötulu sjálfboðaliðum, Siguróla Magna Sigurðsson, heiðursfélaga sem lést níræður að aldri.

Siguróli var einn af þessum KA félögum sem gerði allt mögulegt fyrir félagið sitt. Hann byrjaði ungur að vinna sem sjálfboðaliði og var t.d. einn þeirra sem var drifkrafturinn í að koma á fót Essó mótinu (N1 mótið í dag) og vann þar ötult sjálfboðastarf.

Siguróli sat einnig í stjórn knattspyrnudeildar KA um árabil.

Hann var ekki bara sjálfboðaliði heldur var hann liðtækur knattspyrnumaður með KA og svo ÍBA.

Á seinni árum sá Siguróli um kjallaraklúbbinn í KA og gerði það með sömu natni og samviskusemi og annað sem hann gerði fyrir KA.

KA hjartað sló þungt og hugur hans var alla tíð hjá félaginu.

Deyr fé,deyja frændur,deyr sjálfur ið samaen orðstýrdeyr aldregihveim er sér góðan getur.

Deyr fé,deyja frændur,deyr sjálfur ið sama.Eg veit einnað aldri deyr,dómur um dauðan hvern.(Úr Hávamálum)

KA kveðjur sómamann og frábæran félaga sem bar alltaf félagið sitt fyrir brjósti. Blessuð sé minning hans.

Knattspyrnufélag Akureyrar sendir Sigurlaugu Jónsdóttur, eiginkonu Siguróla, börnum þeirra og öðrum aðstandendum sínar dýpstu samúðarkveðjur.

Brynjar Elís Ákason

Kristján Sturluson skrifar
03. febrúar 2025 | kl. 13:40

Brynjar Elís Ákason

Helga Þórsdóttir skrifar
31. janúar 2025 | kl. 10:40

Brynjar Elís Ákason – lífshlaupið

31. janúar 2025 | kl. 10:30

Sigurður Bergþórsson

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
24. janúar 2025 | kl. 13:00

Friðbjörn Axel Pétursson

24. janúar 2025 | kl. 06:00

Jan Larsen

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
16. janúar 2025 | kl. 18:00