Fara í efni
Minningargreinar

Sigurlaug Þóra Gunnarsdóttir

Það var okkur fljótt ljóst þegar við hófum þátttöku í stjórnmálum á Akureyri að Silla var sannur og traustur félagi í Framsókn. Það hefur varla verið haldinn viðburður í tengslum við grasrótarstarfið sem hún hefur ekki komið að með einum eða öðrum hætti. Og má segja að allir þeir er hafa tengst starfi Framsóknar hér á Akureyri og í nágrenni hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa fengið að kynnast henni Sillu. Tengingin hefur því einungis styrkst með árunum og var það okkur því mikil harmafregn að heyra af ótímabæru andláti hennar en sama kvöld hafði hún setið bæjarmálafund Framsóknar og eins og alltaf var hún virkur þátttakandi í fundinum.

Við sem starfað höfum í stjórnmálum vitum að öflug grasrót er lykill að góðu starfi en hún er ekki sjálfsögð. Silla eins og við kölluðum hana var einn af máttarstólpum grasrótarinnar í starfi Framsóknar á svæðinu í áraraðir og alltaf var hún boðin og búin til að leggja sitt af mörkum.
Þá skipti engu hvort sem um var að ræða bæjarmálafundi, kjördæmisþing, flokksþing eða kosningaundirbúning alltaf var Silla klár í slaginn og jafnvel þó ferðast þyrfti yfir landið þvert og endilangt þá lét hún sig ekki vanta.

Alltaf var gott að leita til Sillu og þegar rifja þurfti upp hluti er snéru að bæjarmálum á Akureyri var aldrei komið að tómum kofanum. Samvinna og hjálpsemi var henni í blóð borin og hún var alltaf tilbúin til að leggja okkur lið, hvetjandi en jafnframt með sínar skoðanir og kom þeim hikstalaust á framfæri. Nú seinni árin var hún öflugur talsmaður eldri borgara og hélt bæjarfulltrúum og þingmönnum á tánum í þeim málum.

Silla var manneskjan á bak við tjöldin, sagði okkur kjörnum fulltrúum óhikað til verka ef hún taldi þörf á því en passaði jafnframt upp á að við værum vel til höfð og flokknum til sóma í fasi og klæðnaði.

Silla var ein af þeim manneskjum sem var vinur í raun og við erum svo heppin að hafa átt hana sem vinkonu í gegnum árin. Það er mikil eftirsjá af þessari öflugu konu og starf grasrótarinnar hjá Framsókn á Akureyri verður aldrei samt.

Það er með trega sem við kveðjum þessa kæru vinkonu okkar sem við eigum svo margt að þakka. Við viljum votta börnum hennar, afkomendum og aðstandendum öllum okkar dýpstu samúð.

Guðmundur Baldvin

Ingibjörg Isaksen

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Freyja Rögnvaldsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Tryggvi, Sigríður Dóra, Sigurjón, Gunnhildur Harpa og Tómas skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Daníel Snorrason

Valur Ásmundsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 09:45

Daníel Snorrason

Björn Björnsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 06:05

Daníel Snorrason – lífshlaupið

04. apríl 2024 | kl. 06:00