Fara í efni
Minningargreinar

Sigurður Hermannsson

Útför Sigurðar Hermannssonar gamals og góðs samstarfsmanns á Akureyrarflugvelli og í starfi Sjálfstæðisflokksins fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, þriðjudag.
 
Sigurður hóf störf á Akureyrarflugvelli í lok árs 1997 eftir að hafa starfað lengi hjá Verkfræðistofu Norðurlands þar sem hann var einn af stofnendum stofunnar.
 
Það var oft lífleg umræða á vellinum um landsins gagn og nauðsynjar og auðvitað um málefni flugsins á svæðinu og landinu öllu. Sigurður lauk störfum haustið 2012. Eftir starfslok hittumst við reglulega og ræddum málefni Akureyrarflugvallar og þá helst með tveimur góðum félögum okkar þeim Þórhalli Sigtryggssyni og Víði Gíslasyni. Við kölluðum hópinn okkar ,,Hollvini Akureyrarflugvallar“.
 
Einnig áttum við Sigurður góð og mikil samskipti í gegnum pólitíkina og þá í starfi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og í kjördæminu.
Það er mikill missir af Sigurði. Mestur er þó missir fjölskyldunnar.
 
Mig langar að lokum að þakka Sigga Hermanns fyrir samfylgdina og góð samskipti í gegnum árin.
 
Minningin um góðan dreng lifir.
 
Njáll Trausti Friðbertsson

Bryndís Baldursdóttir

Birna Baldursdóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 10:30

Bryndís Baldursdóttir – lífshlaupið

09. janúar 2026 | kl. 10:30

Vilhelm Guðmundsson

Björk og Alfa Vilhelmsdætur skrifa
08. janúar 2026 | kl. 06:00

Vilhelm Guðmundsson – lífshlaupið

08. janúar 2026 | kl. 06:00

Sigurður Ólafsson

Þröstur Ásmundsson og Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifa
18. desember 2025 | kl. 10:00

Sigurður Ólafsson

Kristján Pétur Sigurðsson skrifar
18. desember 2025 | kl. 06:00