Fara í efni
Minningargreinar

Sigurður Hermannsson

Hinsta kveðja frá Íþróttafélaginu Þór

Í dag kveðjum við Þórsarar góðan félaga.

Sigurður Hermannsson lést 28. apríl á 79. aldursári.

Sigurður var húsasmiður og tæknifræðingur að mennt og fyrrverandi umdæmisstjóri Isavia á Norðurlandi.

Sigurður sat á árum áður í knattspyrnustjórn Íþróttafélagsins Þórs um nokkurra ára skeið og lét sér málefni félagsins varða með miklum stuðningi, áhuga og eljusemi er varðaði allt starf félagsins.

Knattspyrna var aðalhugðarefni Sigurðar og sýndi hann og sannaði með verkum sínum að Þórsari var hann og bar mikinn hlýhug til félagsins.

Það munaði svo sannarlega um verk Sigurðar og eftir að hann dró sig í hlé frá félagsstörfum var hann tíður gestur á leikjum Þórs og studdi félagið með ráðum og dáð. 

Sigurði var veitt gullmerki Þórs á viðburðinum „Við áramót 2009“ sem haldið var 4. janúar 2010.

Sigurður fæddist á Akureyri 16. ágúst 1945.

Sigurður var kvæntur Antoníu Marsibil Lýðsdóttur en hún lést árið 2011.

Sigurður og Antonía Marsibil eignuðust tvær dætur.

Sambýliskona Sigurðar var Kolbrún Theodórsdóttir.

Um leið og Íþróttafélagið Þór þakkar Sigurði fyrir hans mikla framlag til félagsins, sendir félagið fjölskyldu og ástvinum Sigurðar innilegar samúðarkveðjur.

Blessuð sé minning Sigurðar Hermannssonar – hvíli hann í friði Guðs.

Útför Sigurðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag þriðjudaginn 7. maí og hefst athöfnin klukkan 13.00.

Íþróttafélagið Þór

Ólafur Gísli Hilmarsson

Gunnlaugur Þráinsson skrifar
30. apríl 2025 | kl. 12:00

Ólafur Gísli Hilmarsson

Þorvaldur Hilmarsson, Kristín Hilmarsdóttir og fjölskyldur skrifa
30. apríl 2025 | kl. 12:00

Ólafur Gísli Hilmarsson

Hanna Dóra Markúsdóttir skrifar
30. apríl 2025 | kl. 12:00

Ólafur Gísli Hilmarsson

Íþróttafélagið Þór skrifar
30. apríl 2025 | kl. 12:00

Kristján Gunnarsson

Rúnar Ingi Kristjánsson skrifar
08. apríl 2025 | kl. 06:00