Fara í efni
Minningargreinar

Sigurður Friðriksson – lífshlaupið

Sigurður Baldvin Friðriksson skipstjóri fæddist á Dalvík 27. ágúst 1942. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar 4. ágúst 2023 á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Foreldrar Sigurðar voru Rósa Þorvaldsdóttir verkakona, f. 19.7. 1916, d. 27.1. 1975, og Friðrik Guðbrandsson skósmiður, f. 18.1. 1904, d. 23.4. 1968. Systkini Sigurður voru Hulda Margrét, f. 15.10. 1940, d. 16.2. 2013, Grétar, f. 21.8. 1944, d. 17.9. 1944. Sammæðra systir Heiðrún, f. 14.6. 1949, búsett á Selfossi.

Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Dröfn Þórarinsdóttir. Foreldrar hennar voru Þórdís Kristrún Brynjólfsdóttir, f. 18.8. 1922, d. 6.10. 2009, og Þórarinn Guðmundsson, f. 8.4. 1915, d. 13.9. 1955.

Börn Sigurðar og Drafnar eru: Þórunn Sigríður, gift Sigurði Bjarnari Pálssyni; Friðrik, giftur Guðbjörgu Önnu Jónsdóttur; Þórdís Rósa, gift Rósberg Halldóri Óttarssyni; Eva Dögg, gift Hákoni Melstað Jónssyni, og Sigurður Grétar, í sambúð með Hörpu Dögg Sigurðardóttur. Sigurður átti einnig dótturina Ólöfu Björk, gift Agnari Árnasyni.

Sigurður fluttist á Árskógssand sex ára gamall og síðan til Akureyrar þar sem hann gekk í barnaskólann í Árholti í Glerárhverfi. Eftir barnaskólagöngu sína var Sigurður í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Hann útskrifaðist frá Stýrimannaskólanum í maí 1966.

Sigurður hóf ungur að stunda sjóinn og gerði sjómennsku að sínu ævistarfi. Sigurður og Dröfn fluttu tvisvar sinnum til Þórshafnar vegna starfa Sigurðar, fyrst þegar þrjú elstu börnin voru lítil og síðar þegar tvö þau yngstu bjuggu enn heima. Fjölskyldan bjó einnig á Vopnafirði þegar Sigurður réð sig sem stýrimaður á togarann Bretting árið 1972.

Fyrsti togarinn sem hann réð sig á, 15 ára gamall, var Bjarni Ólafsson frá Akranesi. Hann var síðan á ýmsum togurum hjá Útgerðarfélagi Akureyringa, Útgerðarfélagi KEA, Fontinum, Stakfellinu frá Þórshöfn, útgerð Snorra Snorrasonar á Dalvík og Reyktal Þjónustu. Síðustu sjóferðir Sigurðar voru sem skipstjóri Húna II. Sigurður gekk í frímúrararegluna 1993.

Útför Sigurðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 22. ágúst 2023, kl. 13.

Árni Björn Árnason

Juan Ramón skrifar
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Höskuldur Þórhallsson skrifar
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Tinna og Telma skrifa
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Steinunn Glóey, Fanney Björg og Þórhallur Árni skrifa
10. maí 2024 | kl. 12:30

Sigurður Hermannsson

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
07. maí 2024 | kl. 11:00