Fara í efni
Minningargreinar

Sigurður Friðriksson

Kveðja frá Íþróttafélaginu Þór

Í dag, þriðjudaginn 22. ágúst kl 13.00, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju, Sigurður Friðriksson skipstjóri.

Sigurður lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri þann 4. ágúst síðastliðinn eftir erfið veikindi, umvafinn ástvinum sínum.

Þótt sannarlega megi segja að afrek Sigurðar sjálfs á íþróttasviðinu sé ekki mörg, er alveg óhætt að segja að hann skilaði Íþróttafélaginu Þór miklum og verðmætum fjársjóði í börnum sínum sem flest öll stunduðu hinar ýmsu íþróttagreinar undir merkjum Þórs svo eftir var tekið, og svo eru barnabörnin, já og barnabarnabörnin orðnir öflugir liðsmenn á ýmsum aldri félagar í Þór.

Framlag Sigurðar og eftirlifandi eiginkonu hans Drafnar Þórarinsdóttur til félagsins er því mikið og á meðan Sigurður sótti björg í bú á sjónum fylgdi Dröfn börnunum eftir í starfinu hjá Þór og sjálf lagði hún til hjálparhönd á hinum ýmsu stundum. Aðkoma þeirra hjóna að Þór er því sannarlega þakkarverð og lengi enn mun arfleifð þeirra halda merki forfeðrana á lofti undir merkjum félagsins.

Að leiðarlokum er komið og eftir standa ljúfar minningar um eiginmanninn, pabba, afa og langafa, sem og vininn og félaga.

Megi þær minningar ylja nú og styrkja.

Blessuð sé minning Sigurðar Friðrikssonar.

Íþróttafélagið Þór sendir eftirlifandi eiginkonu sem og öllum ástvinum Sigurðar Friðrikssonar sínar innilegustu samúðarkveðjur.

Blessuð sé minning Sigurðar Friðrikssonar.

Hvíli hann í friði Guðs.

Tinna B.Malmquist Gunnarsdóttir

Inga Dís Sigurðardóttir skrifar
29. september 2023 | kl. 16:00

Elín Stephensen

29. september 2023 | kl. 06:00

Helgi Rúnar Bragason

Jana, Atli, Guðný og Kalli skrifa
11. september 2023 | kl. 10:30

Helgi Rúnar Bragason

Íþróttafélagið Þór skrifar
11. september 2023 | kl. 10:00

Helgi Rúnar Bragason – lífshlaupið

11. september 2023 | kl. 09:00

Bára Jakobsdóttir Ólsen

Gylfi Már Jónsson skrifar
06. september 2023 | kl. 06:03