Fara í efni
Minningargreinar

Sigríður Gunnarsdóttir – lífshlaupið

Sigríður Gunnarsdóttir fæddist á Dalvík 6. janúar 1956. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 29. nóvember 2022.

Foreldrar Sigríðar voru Gunnar Magnússon, f. 2.9. 1902, d. 9.9. 1999, og Ragnheiður Gunnlaug Björnsdóttir, f. 16.9. 1915, d. 18.8. 1992. Systkini Sigríðar eru Harry Armfeld Sveinsson, f. 20.6. 1939, d. 14.9. 1967, og Bjarney Armfeld Bjarnadóttir, f. 29.6. 1950, eiginmaður hennar er Haukur Halldórsson.

Eiginmaður Sigríðar er Tómas Leifsson, f. 20.1. 1956. Börn þeirra eru, 1) Ragnheiður Tinna, f. 1982, sambýlismaður hennar er Markús Gústafsson, f. 1974, börn þeirra eru Aron Daði, Mikael, Katrín og Sölvi. 2) Salome, f. 1988, sambýlismaður hennar er Kári Jónsson, f. 1987, synir þeirra eru Ísak og Einar. 3) Gunnar Elís, f. 1992, sambýliskona hans er Oddný Björg Hjálmarsdóttir, f. 1990, börn þeirra eru Birta Kristín og Ýmir Elís. Sonur Tómasar er Hilmar, f. 17.7. 1975, d. 27.12. 2010.

Sigríður ólst upp á Dalvík og gekk þar í barna og unglingaskóla. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Laugum í Reykjadal og fór í framhaldi af því í lýðháskóla í Svíþjóð.

Stærsta hluta starfsævi sinnar vann Sigríður við að aðstoða aðra, lengst af fatlað fólk, en líka aldraða. Hún vann á hjúkrunarheimilinu Skjaldarvík, á Kristneshæli, á heimili fyrir fatlað fólk í Svíþjóð og á vistheimilinu Sólborg. Lengst af vann hún þó á vegum Akureyrarbæjar bæði á heimilum fyrir fatlað fólk og sem verkstjóri og ráðgjafi á Plastiðjunni Bjargi-Iðjulundi.

Útför Sigríðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 16. desember 2022, kl. 13.

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Freyja Rögnvaldsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Tryggvi, Sigríður Dóra, Sigurjón, Gunnhildur Harpa og Tómas skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Daníel Snorrason

Valur Ásmundsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 09:45

Daníel Snorrason

Björn Björnsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 06:05

Daníel Snorrason – lífshlaupið

04. apríl 2024 | kl. 06:00