Fara í efni
Minningargreinar

Sigmundur Sigfússon

Með þessum orðum viljum við kveðja kæran samstarfsfélaga til margra ára. Sigmundur hóf störf á sjúkrahúsinu í október 1984. Hann var ráðinn yfirlæknir nýrrar geðdeildar, en hún var þó ekki formlega opnuð fyrir en einu og hálfu ári síðar eða í mars 1986. Sigmundur vann samfellt á sjúkrahúsinu til loka maímánaðar 2016 þegar hann hætti störfum sökum aldurs.

Sigmundur lagði mikið af mörkum við að móta þjónustu í geðlækningum á Norður- og Austurlandi, enda var starfstíminn langur og hann sinnti hlutverki sínu af lífi og sál og leiddi fagið og mótaði á sinn hógværa hátt. Hann hafði sérstakt næmi fyrir því sem fagið á sér einnig rætur í, að sjá og skilja hið félagslega samhengi. Hann bar mikla umhyggju fyrir skjólstæðingum sínum og sinnti mörgum þeirra árum saman. Hann var vel liðinn af samstarfsfólki sínu, sem hann sýndi umhyggju, þolinmæði og virðingu. Sigmundur var góð fyrirmynd annarra með rólyndi sínu og stefnufestu. Hann var góður hlustandi sem hafði í för með sér að oftar en ekki hafði hann einstaka yfirsýn. Sigmundur var mjög fróður maður og búa margir, bæði fyrrum samstarfsmenn og skjólstæðingar, að ýmsu sem hann kenndi þeim.

Við fyrrum samstarfsfólk hans af göngu- og legudeild geðdeildar SAk þökkum fyrir góð kynni í gegnum árin og sendum aðstandendum Sigmundar innilegar samúðarkveðjur.

Orð
milli vina
gerir daginn góðan.

Það gleymist ei
en býr í hjarta þér
sem lítið fræ.

Það lifir
og verður að blómi.
Og löngu seinna
góðan ávöxt ber.
(Gunnar Dal)

Starfsfólk geðsviðs Sjúkrahússins á Akureyri.

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Freyja Rögnvaldsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Tryggvi, Sigríður Dóra, Sigurjón, Gunnhildur Harpa og Tómas skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Daníel Snorrason

Valur Ásmundsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 09:45

Daníel Snorrason

Björn Björnsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 06:05

Daníel Snorrason – lífshlaupið

04. apríl 2024 | kl. 06:00