Fara í efni
Minningargreinar

Rósa Antonsdóttir – lífshlaupið

Rósa Ant­ons­dótt­ir fædd­ist á Hjalteyri í Eyja­fjarðarsveit 27. fe­brú­ar 1943. Hún lést á sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri 30. maí 2023 í faðmi fjöl­skyld­unn­ar.

For­eldr­ar henn­ar voru Ant­on Sig­urður Magnús­son, f. 28. fe­brú­ar 1922, d. 24. maí 1967, og Jó­hanna Elín Sig­ur­jóns­dótt­ir, f. 12. ág­úst 1921, d. 9. apríl 1973.

Systkini henn­ar eru þau Sig­trygg­ur Birg­ir, f. 7. sept­em­ber 1945, Ester Jó­hanna, f. 22. des­em­ber 1949, Anna Sig­ríður, f. 23. sept­em­ber 1951, og Magnús Jón, f. 28. apríl 1960.

Rósa gift­ist Þóroddi Hjaltalín, f. 7. júní 1943 þann 27. fe­brú­ar 1964. For­eldr­ar Þórodds voru þau Jakob Gunn­ar Hjaltalín, f. 2. júlí 1905, d. 25. apríl 1976, og Ingi­leif Jóns­dótt­ir Hjaltalín, f. 7. mars 1904, d. 14. fe­brú­ar 1979.

Börn Rósu og Þórodds eru: 1) Eygló Hjaltalín, f. 15. ág­úst 1965. 2) Jó­hanna Hjaltalín, f. 3. apríl 1968, maki Jörgen Sig­urðsson, f. 10. maí 1976, börn Jó­hönnu eru: a) Alda Kar­en Ólafs­dótt­ir Hjaltalín, f. 3. októ­ber 1993, sam­býl­is­kona Kat­her­ine Lopes, f. 19. maí 1993. b) Ólaf­ur Þór Hjaltalín, f. 15. júlí 2000, sam­býl­is­kona Anna Soffía Arn­ar­dótt­ir Malmquist, f. 10. apríl 1998, son­ur þeirra er Birn­ir Þór Hjaltalín Malmquist, f. 7. apríl 2022. Son­ur Jörgens er a) Al­ex­and­er, f. 20. fe­brú­ar 2009. 3) Þórodd­ur Hjaltalín, f. 4. ág­úst 1977, maki Anna Dögg Sig­ur­jóns­dótt­ir, f. 24. júní 1978, börn þeirra eru: a) Ant­on Orri Hjaltalín, f. 4. októ­ber 2004, b) Arn­ór Bjarki Hjaltalín, f. 10. sept­em­ber 2006, Al­dís Dögg Hjaltalín, 28. janú­ar 2012, d) Jakob Fann­ar Hjaltalín, f. 31. maí 2014.

Rósa ólst upp á Ak­ur­eyri og bjó þar alla tíð. Hún vann lengst af á Sambandsverk­smiðjun­um en einnig vann hún sem ganga­vörður í Síðuskóla og við af­greiðslu í versl­un­inni Hag­kaup. Rósa var mik­ill Þórsari, starfaði mikið fyr­ir félagið og vann öt­ult starf í kvenna­deild Þórs. Rósa starfaði einnig í sam­tök­un­um SÁÁ og fyr­ir Sálar­rann­sókna­fé­lagið á Ak­ur­eyri.

Útför Rósu fer fram frá Gler­ár­kirkju í dag, 8. júní 2023, og hefst at­höfn­in kl 10.00.

Þorgerður K. Jónsdóttir

Herdís Ármannsdóttir skrifar
07. desember 2023 | kl. 06:00

Þorgerður K. Jónsdóttir

Hafþór Magni Sólmundsson skrifar
07. desember 2023 | kl. 06:00

Dagbjört Pálsdóttir

Íþróttafélagið Þór skrifar
10. nóvember 2023 | kl. 10:30

Dagbjört Pálsdóttir

Þóra Sif Sigurðardóttir og Jóhanna Berglind Bjarnadóttir skrifa
10. nóvember 2023 | kl. 09:30

Dagbjört Pálsdóttir

Samfylkingin á Akureyri skrifar
10. nóvember 2023 | kl. 09:00