Fara í efni
Minningargreinar

Pétur S. Kristjánsson

Þá er elsku Pétur minn kominn í sumarlandið. Pétur var móðurbróðir minn en fyrst og fremst var hann góður vinur minn. Við áttum einstakt samband þar sem að húmorinn og væntumþykjan stóð öðru framar.

Skemmtilegri menn eru vandfundnir, enda Pétur alltaf hress og kátur og bjó yfir einstökum frásagnarhæfileikum. Í hvert sinn sem við hittumst var slegið á létta strengi og hlegið mikið og lengi. Hann hringdi stundum í mig og grínaðist út í eitt. Í síðasta símtalinu sem ég fékk frá Pétri mínum þá tilkynnti hann mér að fiskurinn væri kominn. Ég varð vandræðaleg, enda kannaðist ég ekki við neinn fisk. Þá hló hann sínum smitandi hlátri, enda enginn fiskur, bara húmorinn hans.

Mér verður oft hugsað til þess hversu sterkur Pétur var í sinni sorg, á bakvið glaðlegt fasið. Hann missti tvo syni sína og síðar eiginkonu langt um aldur fram. Hann bar þó harm sinn í hljóði, enda kaus hann gleðina ávallt fram yfir sorgina.

Ég mun sakna þess að hitta þig og heyra þig segja „Anna mín, elskan“. Ég mun þó ylja mér við minninguna um brosið þitt og heyra þig segja að ég sé þín.

Ég mun alltaf sakna þín elsku Pétur minn.

Anna Gréta Halldórsdóttir

Kári Árnason

Íþróttafélagið Þór skrifar
19. júlí 2024 | kl. 11:00

Kári Árnason

Knattspyrnufélag Akureyrar skrifar
19. júlí 2024 | kl. 11:00

Kári Árnason

Jón Ingvi Árnason skrifar
19. júlí 2024 | kl. 09:00

Kári Árnason

Elva, Katrín og Erna Káradætur skrifa
19. júlí 2024 | kl. 09:00

Kári Árnason – lífshlaupið

19. júlí 2024 | kl. 08:55