Fara í efni
Minningargreinar

Pétur Jósefsson

Að eiga góðan tengdapabba er mikils virði. Ég var svo heppinn að hafa kynnst og starfað með einum slíkum höfðingja.

Í kringum aldamót kynnist ég Pétri og fann ég strax hversu vandaður og staðráðinn hann var að ætla sér að eiga góð samskipti, þrátt fyrir að þessi nýi tengdasonur væri svolítið kjaftaglaður og mikill gaur.

Við Pétur byrjuðum að starfa saman nokkrum árum seinna eða þegar hann er kominn á eftirlaun og var fluttur til Reykjavíkur. Pétur tók að sér að sjá um bókhald fyrirtækisins og þurfti hann að leggja á sig um það bil ársvinnu við að læra á nýja bókhaldskerfið.

Ég dáðist mikið af eftirlaunaþeganum að nenna þessu heilabroti sem þetta var, en þetta var einmitt Péturs sterkasta hlið, að nenna að hugsa og koma hlutunum alveg hárrétt frá sér, enda ekkert hálfkák sem kom frá prestsyninum.

Oftar en einu sinni bað ég hann um að fara yfir bréf sem ég hafði skrifað og þurfti yfirferð vegna villuleitar, og þegar ég fékk bréfið eftir yfirferð var ekki bara búið að laga villur heldur var hann búin að færa bréfið í stílinn. Ekki var annað hægt en hlægja og blóta sjálfum sér fyrir slaka íslenskukunnáttu mína, en þar var tengdó á heimavelli.

Eitt sinn varð mér á að kalla tengdó Pésa, held að þessi minning slái út allt annað sem ég hef upplifað, Pétur gerði tengdasyninum ljóst að þetta væri ekki honum samboðið.

Fjármál fyrirtækisinns voru einnig í höndum Péturs og hefur það örugglega reynst honum talsvert snúið með frekar eyðslusaman tengdason sem skipstjóra í brúnni.

En skemmtilegast þótti mér samt þegar eiginkonu mína og dóttur Péturs vantaði pening, þá vildi sá gamli alltaf vita hvað hún ætlaði sér með féð.

Eftir að ég og Hólmfríður flytjumst búferlum til Noregs kom tengdó alloft til okkar í heimsókn, okkur og honum til mikillar ánægju. Mér þykir mjög miður að hann skyldi ekki komast til okkar síðasta sumar vegna veikinda hans.

Samúðarkveðjur langar mig að lokum senda börnum Péturs, þeim Helga, Halldóri, Hildi, Loga og Mána.

Kær kveðja,
Arnar H. Kristjánsson

Pétur S. Kristjánsson

Anna Gréta Halldórsdóttir skrifar
11. maí 2023 | kl. 06:00

Jóna Árnadóttir

Guðný Tryggvadóttir skrifar
08. maí 2023 | kl. 18:00

Hreiðar Jónsson

Aðalsteinn Sigurgeirsson skrifar
08. maí 2023 | kl. 13:00

Hreiðar Jónsson

Örn Pálsson skrifar
08. maí 2023 | kl. 13:00

Hreiðar Jónsson – lífshlaupið

08. maí 2023 | kl. 12:50

Kristmundur Stefánsson

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
12. apríl 2023 | kl. 08:00