Fara í efni
Minningargreinar

Páll Snævar Jónsson - lífshlaupið

Páll Jónsson fæddist á Akureyri 14. júlí 1932. Hann lést þann 15. apríl 2021 á Dvalaheimilinu Hlíð á Akureyri. Foreldrar hans voru Ingibjörg Júlíana Kristjánsdóttir, fædd 13. júlí 1908, dáin 20. des 1992, og Jón Kristjánsson, fæddur 11. mars 1906, dáinn 13. mars 1974. Palli var annar í röð fjögurra systkina, elstur var Þengill, fæddur 1929, látinn 2015 , Kristján fæddur 1937, látinn 1987 og eftirlifandi systir, Rósa fædd 1939.

Eftirlifandi eiginkona Palla er Jóhanna Aðalbjörg Þorkelsdóttir (Hanna). Þau eignuðust sjö börn;

  • Jón Ingvar, fæddur 1951, maki Þórdís Þorvaldsdóttir, synir þeirra eru a) Snorri Páll, b) Þorvaldur c) Ingvar, maki Íris Guðmundsdóttir.
  • Þorkell Jóhann, fæddur 1952, börn hans og Guðrúnar Stefánsdóttur eru a) Jóhanna, kvænt Guðfinni Helga Þorkelssyni, b) Bjarki Þór, maki Steinunn Hákonardóttir.
  • Stefán Kristján, fæddur 1957, maki María Guðbjörg Hensley, dóttir þeirra er Rósa María. Af fyrra hjónabandi með Höllu Gunnarsdóttur átti Stefán a) Óðinn, b) Gunnar Örvar og c) Matthildi Alice, maki Jóhann Pétur Fleckenstein, María átti áður dótturina Báru, maki Ingi Þór Sigurðsson.
  • Páll, fæddur 1961, maki Margrét Jónína Kristjánsdóttir, börn þeirra eru a) Nanna Rut, maki Hlynur Páll Guðmundsson, b) Kolbrún Helga, maki Sonja Björg Írisar-Jóhannsdóttir, c) Júlíus Snær, maki Jenný Birta Þórisdóttir.
  • Haraldur, fæddur 1962, kvæntur Jóhönnu Sólrúnu Norðfjörð, barn þeirra er Vetur Nóa, fyrir átti Haraldur a) Viðar, móðir Hafdís Viðarsdóttir og b) Katrínu Mist, móðir Helga Alice Jóhanns, maki Jóhann Axel Ingólfsson. Af fyrra hjónabandi með Jóni Eysteinssyni á Jóhanna a) Ingimund, kvæntur Alís Ólafsdóttur, b) Ólafíu Kristínu, gift Þresti Leó Jóhannssyni og c) Öldu Maríu, gift Ásgeiri Andra Adamssyni.
  • Birgir, fæddur 1966, kvæntur Sigrúnu Birnu Óladóttur, börn þeirra eru a) Elín Dóra, maki Jóhann Helgi Hannesson b) Óli Birgir, maki Tinna Rún Benediktsdóttir, c) Hanna Klara. Fyrir átti Birgir með Ölmu Axfjörð soninn Kristján, maki Guðlaug Ragna Magnúsdóttir.
  • Margrét fædd 1969 kvænt Bjarna Bjarnasyni, börn þeirra eru a) Almar Blær, maki Thelma Sól Hall b) Lína Petra, maki Ýmir Valsson. Fyrir átti Margrét soninn Pál Snævar með Jóni Þór Arnarssyni, maki Páls er Þórdís Linda Guðlaugsdóttir.

Barnabarnabörnin eru orðin 33.

Páll fæddist í Litlu-Reykjavík sem stóð við Gránufélagsgötu á Akureyri, þar hófu Hanna og Palli einnig sinn búskap árið 1951. Lengst af bjuggu þau í Skarðshlíð 38 og síðar í Lindasíðu 4. Á vordögum 2020 fluttu þau á Dvalarheimilið Hlíð á Akureyri.

Palli ólst upp í Litlu-Reykjavík og var leikvöllurinn Eyrin og Tanginn. Þar var ýmislegt brallað og sérlega þótti spennandi þegar bærinn fylltist af hermönnum á hernámsárunum.

Palli lauk almennri skólaskyldu og byrjaði að vinna ungur. Framan af starfsævinni vann Palli við ýmis störf, m.a. akstur flutningabíla og sjómennsku en lengstan hluta starfsævinnar starfaði hann sem verkstjóri hjá Slippstöðinni á Akureyri og var löngum kenndur við Slippinn, „Palli í Slippnum“. Í Slippnum átti hann langan og farsælan starfsferil sem spannaði árin frá 1965 til 1990. Margir stigu sín fyrstu spor á vinnumarkaði í sumarvinnu hjá Palla í Slippnum og fengu þar dýrmæta reynslu. Hann lét af störfum árið 1990 sökum vinnuslyss.

Seinustu 25 árin bjuggu Palli og Hanna í Lindasíðu 4, á sjöundu og efstu hæð þaðan sem útsýni var yfir Slippinn og út allan fjörð. Þar gat Palli fylgst með framvindu mála í Slippnum úr fjarska og einnig með skipaumferð um fjörðinn, ekki síst allri skemmtiferðaskipaumferðinni sem var ærin síðustu árin.

Útför Páls Snævars Jónssonar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 26. apríl, kl. 13:00.

Vegna fjöldatakmarkanna verða aðeins hans nánustu viðstaddir útförina. Athöfninni verður streymt á Facebook síðu, Jarðarfarir í Akureyrarkirkju - Beinar útsendingar.

Hermína Jónsdóttir

Daði, Freyr og Katrín skrifa
01. mars 2024 | kl. 10:05

Hermína Jónsdóttir

Rannveig María, Erlingur, Anna Marit og Ragnhildur skrifa
01. mars 2024 | kl. 10:05

Gylfi Guðmarsson

Gunnar Sturla Gíslason og Sunna Árnadóttir skrifa
20. febrúar 2024 | kl. 06:30

Gylfi Guðmarsson

Stefán B. Sigurðsson og Þorsteinn Pétursson skrifa
20. febrúar 2024 | kl. 06:30

Aðalgeir Aðalsteinsson

Sindri Geir Óskarsson skrifar
06. febrúar 2024 | kl. 09:00