Fara í efni
Minningargreinar

Karólína Margrét Másdóttir – lífshlaupið

Karólína Margrét Másdóttir fæddist í Reykjavík 17. mars 1956. Hún lést á heimili sínu á Akureyri 13. janúar 2024.

Foreldrar hennar voru Már Ársælsson, f. 6. 4. 1929, d. 11. 8. 2013, lektor við Tækniskóla Íslands og kona hans Lilja Kristjánsdóttir, f. 12. 2. 1929, d. 27. 8. 2019, rannsóknarmaður í Lyfjaverslun Íslands. Systkini Karólínu eru: Áskell f. 21. 11. 1953, Ársæll f. 20. 1. 1955, Þórdís f. 30. 7. 1958 og Ottó f. 13. 1. 1965.

Karólína giftist 10. 9. 1982 Stefáni Jóhannssyni, f. 8. 11. 1955. Synir þeirra eru: 1) Baldur Már, f. 30. 9. 1982, kennari og þjálfari. 2) Andri Snær, f. 18. 4. 1986, kennari og þjálfari. Maki: Kristín Hanna Bjarnadóttir, f. 18. 9. 1987, viðskiptafræðingur. Synir þeirra eru: a) Sölvi Snær, f. 3. 9. 2012. b) Jóhann Bjarni, f. 21. 6. 2016. c) Kári Stefán, f. 16. 9. 2021. 3) Ágúst, f. 29. 4. 1989, markaðs- og viðburðarstjóri.

Sonur Stefáns er Eyþór, f. 21. 12. 1977. Dætur hans og Huldísar Snæbjörnsdóttur, f. 28. 8. 1977 eru: a) Brynja Guðbjörg, f. 9. 12. 2011. b) Karen Sunna, f. 10. 8. 2014.

Karólína lauk stúdentsprófi frá MH 1980 og BEd frá Kennaraháskóla Íslands 1983. Hún var kennari við Grunnskólann á Eiðum 1983-1984, kenndi stærðfræði við Alþýðuskólann á Eiðum 1984-1997 auk ýmissa annarra greina. Þá var hún m.a. fulltrúi í skólanefnd Grunnskólans á Eiðum.

Fjölskyldan flutti til Akureyrar sumarið 1997 og kenndi Karólína við Giljaskóla 1997-1998 og í kjölfarið við Lundarskóla frá 1998-2019, fyrst og fremst stærðfræði á unglingastigi.

Karólína verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag, mánudaginn 29. janúar 2024, og hefst athöfnin klukkan 13:00.

Smári Jónsson – lífshlaupið

Fjölskylda Smára skrifar
30. apríl 2024 | kl. 06:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Freyja Rögnvaldsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Tryggvi, Sigríður Dóra, Sigurjón, Gunnhildur Harpa og Tómas skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Daníel Snorrason

Valur Ásmundsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 09:45

Daníel Snorrason

Björn Björnsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 06:05