Fara í efni
Minningargreinar

Karólína Margrét Másdóttir

Sumarið 1997 flutti 5 manna fjölskylda frá Eiðum til Akureyrar.Fljótlega varð mér og syni Karólínu Margrétar, honum Andra Snæ vel til vina. Heimsóknir í Hólsgerði 7 þar sem þessi frábæra 5 manna fjölskylda bjó sér til heimili fóru að verða æ algengari. Frá fyrstu heimsókn af æði mörgum leið mér ákaflega vel þar. Í minningunni var Stebbi Jóh alltaf annað hvort að plokka gítarinn eða grúska í tölvu og Kæja að græja einhvern mat eða bakkelsi enda komst ég að því fljótt að hún var einstaklega flink í eldhúsinu. Hólsgerði 7 var á köflum einskonar félagsmiðstöð. Aldrei nokkurn tímann skynjaði ég að Kæja fengi nóg af því að hafa uppfullt heimili af unglingsdrengjum tímunum og kvöldunum saman. Hennar rólyndi, yfirvegun, þolinmæði og góðmennska var áberandi strax frá fyrstu kynnum.Og talandi um rólyndi, yfirvegun, þolinmæði og góðmennsku að þá koma þessir eiginleikar sér svo sannarlega vel í kennslu.Kæja kenndi mér í unglingadeild í Lundarskóla. Hún áttaði sig líklega fljótt á því að ég var ekki að fara í stærðfræðideildina í Duke né Harvard. En alltaf lagði hún metnað sinn í að hjálpa mér og og öllum öðrum sem best. Hún var metnaðarfullur og umhyggjusamur kennari sem bar hag nemendanna fyrir brjósti. Hún var ljúf og góð í nálgun sinni en hafði um leið góða bekkjarstjórnun ásamt góðum aga og þegar henni mislíkaði eitthvað gat hún látið svo sannarlega vel í sér heyra að það fór ekki framhjá neinumBlessuð sé minning Karólínu Margrétar Másdóttur. Minningin lifir um frábæra konu og frábæran kennara. Stefáni, Baldri Má, Andra Snæ, Ágústi, fjölskyldunni allri, ættingjum og vinum Kæju sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjurDavíð Már Kristinsson

Smári Jónsson – lífshlaupið

Fjölskylda Smára skrifar
30. apríl 2024 | kl. 06:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Freyja Rögnvaldsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Tryggvi, Sigríður Dóra, Sigurjón, Gunnhildur Harpa og Tómas skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Daníel Snorrason

Valur Ásmundsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 09:45

Daníel Snorrason

Björn Björnsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 06:05