Fara í efni
Minningargreinar

Karólína Margrét Másdóttir

Í gegnum árin höfum við átt eftirminnilegar samverustundir með Kæju, þetta hófst á því að ákveðinn hópur starfsfólks við Háskólann á Akureyri fór að hittast vikulega í kaffi, smá saman vatt þessi hittingur uppá sig og úr varð skemmtilegur vinahópur sem hittist oft utan vinnu og var þá iðulega skellt í vegleg matarpartý, þessi partý voru engu lík og yfirleitt stóðu þau í mjög marga klukkutíma með tilheyrandi kokteilblöndum og dansi, eitt slíkt partý er mjög minnisstætt en það var þegar Stebbi varð sextugur, hjónin í Hólsgerði blésu til veislu sem hófst seinni part dags og eins og þeim var lagið þá svignuðu borð undan afmæliskræsingum og drykkjarföngum nema hvað að þetta partý dróst frekar mikið á langinn enda líður tíminn hratt þegar gaman er og undir morgun var farið að örla á svengd hjá partýgestum, það stóð nú ekki á Kæju þá frekar en endranær, kella dreif sig í eldhúsið og tíndi fram allskonar góðgæti sem endaði í flottu morgunverðarhlaðborði, það er nú ekki oft sem partý enda með morgunverði en þetta var geggjað.

Kæju fannst gaman að gefa fólki að borða og hópurinn fékk einnig boð í hennar sextugsafmæli sem haldið var í Lystigarðinum. Það var eins þar, borðin svignuðu undan hinum ýmsu kræsingum og mikið hlegið og sungið. Hópurinn á eftir að sakna samverunnar við Kæju, hún kom ávallt eins og svífandi fjöður inní hópinn og sveif jafn ákveðið út aftur.

Elsku Stefán, Baldur Már, Andri Snær, Ágúst, systkini og fjölskyldur innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra

Heiða og Ása

Ásta Þórunn Þráinsdóttir

Gunnlaugur Þráinsson skrifar
13. september 2024 | kl. 17:00

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Vilhjálmur Geir Kristjánsson skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01

Ingibjörg Gústavsdóttir

Úlfar Bragason skrifar
19. ágúst 2024 | kl. 06:00