Fara í efni
Minningargreinar

Jónas Hallgrímsson

Í dag verður jarðsunginn frá Höfðakapellu, Jónas Hallgrímsson bakarameistari sem svo sannarlega markaði spor í hug og störf Íþróttafélagsins Þór um árabil.

Jónas, sem fæddur var 1947, var eins og margir mætir drengir og stúlkur, eðal Þórsari og alltaf tilbúin að leggja félaginu sínu lið og skipti þá ekki svo miklu hvar eða við hvað, ætíð fús að starfa og víða kom hann við blessaður á sinni leið.

Jónas starfaði við handknattleiksdeild Þórs og var t.d oft tímavörður á heimaleikjum félagsins og einmitt þaðan höfum við heyrt af samstarfsfólki hans hve vandaður og traustur Jónas var og góður félagi.

Í unglingastarfi knattspyrnudeildar lét hann til sín taka og þar eins og annarstaðar traustur og góður liðsmaður sem gott var að eiga að.

Það var svo einmitt í framhaldi af störfum hans fyrir yngri kynslóðina árið 1983 sem Jónas var ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrndeildar Þórs og starfaði hann þar til ársins 1988. Var þetta á einhverjum mestu og bestu uppgangsárum kanttspyrnuliðs okkar og þar fór saman öflugur leiðtogi, Jónas Hallgrímsson sem hélt einkar vel utan um alla hluti og ferskur hópur knattspyrnumanna félagsins sem nú minnast Jónasar fyrir einkar góð kynni og vináttu.

Með Jónasi Hallgrímssyni er genginn drengur góður sem vann verk sín án upphrópana eða ærslagangs en að sama skapi af öryggi og festu.

Þau störf hans öll þökkum við Þórsarar nú af heilum hug.

Í einkar fallegu lagi Bjarna Hafþórs Helgasonar „Ég er Þórsari“ segir á einum stað „Í hjarta mínu er ég Þórsari“ og svo sannarlega var Jónas alltaf Þórsari, og þótt ferðunum hafi fækkað í félagsheimilið okkar, Hamar nú hin síðari árin hjá Jónasi, var hugurinn alltaf heima í Hamri þegar Þórsarar voru að keppa.

Íþróttafélagið Þór sendir öllum ástvinum Jónasar Hallgrímssonar sínar innilegustu samúðarkveðjur.

Góður drengur er genginn og blessuð sé minning hans.

Íþróttafélagið Þór

Þorgerður K. Jónsdóttir

Herdís Ármannsdóttir skrifar
07. desember 2023 | kl. 06:00

Þorgerður K. Jónsdóttir

Hafþór Magni Sólmundsson skrifar
07. desember 2023 | kl. 06:00

Dagbjört Pálsdóttir

Íþróttafélagið Þór skrifar
10. nóvember 2023 | kl. 10:30

Dagbjört Pálsdóttir

Þóra Sif Sigurðardóttir og Jóhanna Berglind Bjarnadóttir skrifa
10. nóvember 2023 | kl. 09:30

Dagbjört Pálsdóttir

Samfylkingin á Akureyri skrifar
10. nóvember 2023 | kl. 09:00