Fara í efni
Minningargreinar

Jón Ingi Cæsarsson

Í dag kveðjum við góðan vin og samstarfsfélaga, Jón Inga Cæsarsson. Jón Ingi var einn af stofnfélögum Arfs Akureyrarbæjar og hafði átt sæti í stjórn samtakanna allt frá stofnun þeirra árið 2022.

Hann hafði djúpan áhuga á skipulagsmálum og lét sig framtíðaruppbyggingu bæjarins varða. Sérstaklega lagði hann áherslu á að þróun bæjarins tæki mið af sögulegu samhengi og heildarásýnd, með virðingu fyrir eldri hverfum og húsum. Oddeyrin, þar sem hann ólst upp og bjó megnið af ævi sinni, átti sérstakan sess í hjarta hans. Hann barðist ötullega fyrir verndun byggðamynstursins þar, m.a. gegn fyrirhugaðri háhýsabyggð á Eyrinni. Það var ekki síst fyrir hans elju og staðfestu að þau áform voru lögð til hliðar.

Við í stjórn og varastjórn Arfs Akureyrarbæjar minnumst Jóns Inga með þakklæti í huga fyrir vel unnin störf í þágu samtakanna og þökkum honum samfylgdina. Fjölskyldu hans sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur.

Stjórn Arfs Akureyrarbæjar

Hallfríður Lilja Einarsdóttir

Hulda Einarsdóttir skrifar
08. október 2025 | kl. 06:00

Hallfríður Lilja Einarsdóttir

Helga Björg Jónasardóttir skrifar
05. október 2025 | kl. 12:00

Hallfríður Lilja Einarsdóttir

Vala Ólöf Jónasdóttir skrifar
26. september 2025 | kl. 08:30

Hallfríður Lilja Einarsdóttir

Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar
25. september 2025 | kl. 08:30

Hallfríður Lilja Einarsdóttir

25. september 2025 | kl. 06:00

Hallfríður Lilja Einarsdóttir

Sigríður María Bjarnadóttir og Vilborg Karlsdóttir skrifa
25. september 2025 | kl. 06:00