Fara í efni
Minningargreinar

Jón Ingi Cæsarsson

Jón Ingi Cæsarsson var eftirminnilegur maður sem auðvelt var að bera virðingu fyrir. Hann var málefnalegur og hlýr í samskiptum, en einnig ákveðinn og staðfastur þegar á þurfti að halda.

Hann var sannfærður jafnaðarmaður, Akureyringur en umfram allt ekta Eyrarpúki. Hann var hlédrægur en ástríðufullur í senn, en lét í sér heyra þegar hann taldi þörf á, sérstaklega þegar rætt var um umhverfismál, íslenska póstþjónustu eða litríka Akureyringa. Og samkvæmt sögum Jóns Inga var síst hörgull á þeim á Eyrinni.

Jón Ingi var ötull í vinnu fyrir Samfylkinguna. Hann vann fyrir hana af ósérhlífni og alúð, hvort heldur sem var í stefnumótun, stjórnunarstörfum, kosningavafstri eða í utanumhaldi félagsaðstöðunnar. Jón Ingi var alltaf til staðar þegar á þurfti að halda.

Jón Ingi var líka örlátur vinur sem alltaf var gott að leita til. Hann hlustaði af einlægni, tók sér tíma til að kryfja málin og veitti skýr og yfirveguð ráð. Vinátta hans var hlý og traust og ég hugsa til hans með þakklæti og söknuði.

Við í Samfylkingunni kveðjum nú góðan vin og samherja sem fór alltof snemma. Víst er að laugardagskaffið verður ekki það sama og áður. Gunnsu og börnunum votta ég mína dýpstu samúð.

Logi Einarsson

Þórdís Þorleifsdóttir

Lilja Þorsteinsdóttir skrifar
25. nóvember 2025 | kl. 08:00

Þórdís Þorleifsdóttir

Sóley Brattberg Gunnarsdóttir skrifar
25. nóvember 2025 | kl. 06:00

Þórdís Þorleifsdóttir

Oddný Brattberg Gunnarsdóttir skrifar
25. nóvember 2025 | kl. 06:00

Þórdís Þorleifsdóttir – lífshlaupið

25. nóvember 2025 | kl. 06:00

Anna Jónsdóttir

Kristín Sveinbjörnsdóttir skrifar
20. október 2025 | kl. 18:00

Hallfríður Lilja Einarsdóttir

Hulda Einarsdóttir skrifar
08. október 2025 | kl. 06:00