Fara í efni
Minningargreinar

Jóhanna Aðalbjörg Þorkelsdóttir

Í dag 03.08.21. fylgi ég tengdamóður minni hinsta spölinn og með sorg í hjarta kveð ég hana eftir 19 ára samfylgd. Hanna, eins og hún var jafnan kölluð var yndisleg kona og einstök. Einungis 18 ára gömul eignaðist Hanna sitt fyrsta barn og sitt síðasta þegar hún var 36 ára en þá voru börnin orðin sjö. Í dag eru afkomendur Hönnu og Palla ansi mörg en barnabörnin eru 27 og barnabörnin 32.

Þegar ég hugsa um Hönnu þá sé ég fyrir mér sólskinsbros og heyri hláturinn en þannig var Hanna og ekki mikið sem sló hana út af laginu. Fyrir rúmum þremur mánuðum kvöddum við Palla og var það einstaklega erfitt fyrir Hönnu en þau höfðu þá verið samferða í 73 ár. Palli og Hanna voru sem eitt og samstíga í því sem þau gerðu, þegar Palli kvaddi fór sólskinsbrosið og hláturinn.

Elsku Hanna mín, mikið á ég eftir að sakna þín. Fyrsta skiptið sem ég hitti þig var um jól árið 2002, mjög kvíðin ung kona að hitta tengdaforeldra sína en ég þurfti ekki að kvíða neinu, þú og Palli tókuð mér og mínum einstaklega vel og fyrir það er ég þakklát.

Ég minnist með hlýhug Lindarsíðu og hversu gott var að koma þangað, alltaf til ís handa þeim sem vildu, spjall og hlýr faðmur. Rósa María, dóttir okkar Stefáns (Bróa) átti svo fallegt samband við ykkur og fór reglulega í heimsókn, oft fór hún ein, á hjóli eða gangandi.

Hanna var mikil handavinnukona og eru þeir ófáir vettlingarnir og húfurnar sem Rósa María kom með heim og notaði mikið. Fallegan bleikan kjól prjónaðir þú handa henni og ansi margar ungbarnahúfur en þú prjónaðir þær handa öllum og núna síðast fékk Aþena Rós fallega húfu að gjöf.

Þó ég hefði viljað hafa þig lengur þá trúi ég því að brosið sé komið aftur þar sem þú ert komin til Palla sem var svo sannarlega sálufélagi þinn.

Að lokum vil ég þakka þér Hanna fyrir að vera nákvæmlega eins og þú varst og takk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Eins og þegar við kvöddum Palla þá fékk ég leyfi frá barnabarni þínu, Rósu Maríu til að hafa ljóð frá henni með í þessari kveðju.

Sorgin

Sorgin situr enn í hjarta þínu
þú liggur ein í móa
og sól og vindur
blása burt öllum sorgum þínum.

Kveðja,
María Hensley

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Freyja Rögnvaldsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Tryggvi, Sigríður Dóra, Sigurjón, Gunnhildur Harpa og Tómas skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Daníel Snorrason

Valur Ásmundsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 09:45

Daníel Snorrason

Björn Björnsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 06:05

Daníel Snorrason – lífshlaupið

04. apríl 2024 | kl. 06:00