Fara í efni
Minningargreinar

Ingvi Rafn Jóhannsson

Í dag kveðjum við Þórsarar kæran félaga okkar, Ingva Rafn Jóhannsson, rafvirkjameistara og söngvara,

Ingvi Rafn Jóhannsson fæddist á Akureyri 1. janúar 1930, hann lést miðvikudaginn 13. mars s.l. þá 94 ára að aldri.

Ingvi Rafn sat um skeið sem fulltrúi Þórs í knattspyrnuráði Akureyrar og, sem atvinnurekandi var hann einn af helstu bakhjörlum félagsins um áratuga skeið.

Ingvi Rafn hafði til áratuga á margvíslegan hátt stutt á bak við félagið sitt og komið að ýmsum verkum í sjálfboðastarfi m.a. brá hann sér í tvígang í hlutverk Álfakóngs á þrettándagleði Þórs fyrir margt löngu enda söngmaður góður.

Ingvi Rafn var afar dyggur stuðningsmaður Þórs og duglegur að mæta á leiki og styðja sitt lið og þrátt fyrir háan aldur lét hann sig ekki á liðnum árum vanta í stúkuna að hrópa „áfram Þór“.

Þegar Ingvi Rafn fagnaði 90 ára afmæli sínu árið 2020 var honum veitt gullmerki félagsins.

Áður hafði Ingva Rafni verið veitt silfurmerki Þórs en það var gert á opnu húsi í Hamri 17. maí 2008.

Eiginkona Ingva Rafns var Sólveig Jónsdóttir, hún lést árið 2002 og áttu þau alls 8 börn.

Útför Ingva Rafns verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag 2. apríl og hefst athöfnin kl. 13.

Íþróttafélagið Þór sendir börnum Ingva Rafns barnabörnum, sem og öllum öðrum ástvinum hans sínar innilegustu samúðarkveðjur.

Blessuð sé minning Ingva Rafns Jóhannssonar.

Hvíli hann í friði Guðs.

Íþróttafélagið Þór

Þórdís Þorleifsdóttir

Lilja Þorsteinsdóttir skrifar
25. nóvember 2025 | kl. 08:00

Þórdís Þorleifsdóttir

Sóley Brattberg Gunnarsdóttir skrifar
25. nóvember 2025 | kl. 06:00

Þórdís Þorleifsdóttir

Oddný Brattberg Gunnarsdóttir skrifar
25. nóvember 2025 | kl. 06:00

Þórdís Þorleifsdóttir – lífshlaupið

25. nóvember 2025 | kl. 06:00

Anna Jónsdóttir

Kristín Sveinbjörnsdóttir skrifar
20. október 2025 | kl. 18:00

Hallfríður Lilja Einarsdóttir

Hulda Einarsdóttir skrifar
08. október 2025 | kl. 06:00