Fara í efni
Minningargreinar

Indriði Úlfsson

Elsku pabbi er farinn í sumarlandið.

Erfitt er að kveðja alveg sama hve aldurinn er orðinn hár. Hjá pabba var kollurinn í góðu lagi en stoðkerfið var farið að gefa sig.

Pabbi, Indriði Úlfsson var kennari fyrst 17 ára gamall á Tjörnesi og Reykjahverfi, hann kenndi við Barnaskóla Húsavíkur 1954-1956 las svo kennaraskólann utan skóla því hann þurfti að kenna á meðan. Síðan hélt starfsferillinn áfram í Barnaskóla Akureyrar og loks varð hann skólastjóri í Oddeyrarskóla á Akureyri frá 1967 mestan sinn starfsferil. Hann fékkst við skriftir á fjölda barnabóka, gaf út 22 bækur þegar ég var ung að árum sem þóttu skemmtilegt lesefni. Hann skrifaði einnig sögur í tímarit og samdi leikrit fyrir skólasamkomur.

Pabbi og mamma, Helga Þórólfsdóttir, giftust í september 1957 eignuðust okkur tvö systkynin. Úlli bróðir fæddist. 4 september 1959. Hann dó langt fyrir aldur fram þann 19. nóvember 2017. Hann eignaðist 4 börn og eitt langafabarn er komið í heiminn.

Ég fæddist 14. janúar 1962 og á tvær dætur. Mamma og pabbi áttu mjög farsælt hjónaband, allt frá unglingsárum til æviloka. Þau voru alltaf bestu vinir og afar samheldin. Þau höfðu gaman af því að ferðast, fóru um allan heim í ferðalög, söfnuðu í minningabankann ógleymanlegum stundum saman. Þá vorum við Úlli bróðir send í pössun austur í sveit til ömmu og afa á Héðinshöfða eða hjá systkinum mömmu.

Nú seinni ár voru þau dugleg að fara á Kanarý í góðra vina hópi. Þau áttu marga góða vini sem fylgdust að og áttu yndislegar stundir. Það kom fyrir að við mæðgur færum út til þeirra og stoppuðum í 1 - 2 vikur.

Árið 2019 þá bankaði sorgin á dyr hjá okkur fjölskyldunni þegar Úlli bróðir dó. Það tók mikinn toll. Sorgin var mikil og það var erfitt tímabil. Þeir pabbi voru svo miklir félagar. En vafalaust hafa verið fagnaðar fundir núna í sumarlandinu.

Í æsku minni eyddi pabbi mörgum kvöldstundum í Borgarbíói á Akureyri, hann var þar sýningamaður í 30 ár. Oft sat ég litla skottan á háum stól á sunnudögum og kíkti í gegnum lítið gat á vegg og horfði á bíómyndir aftur og aftur á sömu myndina.

Pabbi var með bíladellu eins og Úlli bróðir og gátu þeir setið og spjallað um bíla öllum stundum. Pabbi sat nú seinni árin og skoðaði í Ipadinum bílasölur sér til gamans, fréttir eða las blöðin spjaldanna á milli. Hann var fréttafíkill eins og sagt yrði í dag. Mátti helst ekki missa af fréttum hvorki í útvarpi eða sjónvarpi.

Nú seinni árin hefur verið beðið eftir vorinu á hverju ári svo þau gætu komið austur í Héðinshöfða og eytt sumrinu þar. Þannig var það eins núna í janúar áður en pabbi veiktist, en svo urðu veikindin of mikil að líkaminn sagði stopp.

Ég er heppin að hafa átt þig að sem föður og á eftir að sakna þín óendanlega. Ég veit að Úlli bróðir, amma og afi tóku vel á móti þér. En við hittumst síðar og þá verða fagnaðarfundir.

Við áttum hér saman svo indæla stund
sem mér aldrei hún hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni

Friðrik Steingrímsson

Elsku mamma. Við fjölskyldan höldum utan um hvort annað í sorginni. Minning um traustan og góðan mann lifir í hjörtum okkar allra. Hafðu þökk fyrir allt og allt.

Þín dóttir,

Ingunn Indriðadóttir.

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Freyja Rögnvaldsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Tryggvi, Sigríður Dóra, Sigurjón, Gunnhildur Harpa og Tómas skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Daníel Snorrason

Valur Ásmundsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 09:45

Daníel Snorrason

Björn Björnsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 06:05

Daníel Snorrason – lífshlaupið

04. apríl 2024 | kl. 06:00