Fara í efni
Minningargreinar

Hreiðar Jónsson – lífshlaupið

Hreiðar Jónsson fæddist á Akureyri 23. nóvember 1933. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð 28. apríl 2023.

Foreldrar Hreiðars voru Jón Kristján Hólm Ingimarsson, formaður Iðju, félags verksmiðjufólks, fæddur 1913, og Gefn Jóhanna Geirdal Steinólfsdóttir, fædd 1910.

Hreiðar var næstelstur sex systkina, en þau voru Hekla Geirdal, f. 1929, d. 2015, Hólmfríður Geirdal, f. 1936, Ingimar Jónsson, f. 1937, Halla María Jónsdóttir, f. 1941, d.1997, og Saga Jónsdóttir, f. 1948.

Eiginkona Hreiðars var Hrafnhildur Ingólfsdóttir, sjúkraliði, fædd 11. október 1936. Hún lést 28. desember 2019. Börn Hreiðars og Hrafnhildar eru: 1) Ingólfur Hreiðarsson, f. 8. september 1958, kvæntur Svanborgu Ísberg. Börn þeirra eru Ævar Hrafn og Hrafnhildur Magnea, fyrir átti Svanborg Hildi Ýr. 2) Hadda Hreiðarsdóttir, f. 9. febrúar 1978. Börn Höddu eru Hreiðar Nói, Una Barbara og Benjamín Míó.

Hreiðar vann ýmis störf sem ungur maður en lungann úr starfsævinni var hann vallarvörður á Akureyrarvelli á sumrin og vann í Íþróttaskemmunni á veturna. Hreiðar var afreksmaður í frjálsíþróttum með KA á yngri árum, varð Íslandsmeistari og átti Íslandsmet í millivegalengdahlaupum. Eftir keppnisferilinn þjálfaði Hreiðar frjálsar og handbolta í fjöldamörg ár á Akureyri.

Hreiðar sat í Íþróttaráði Akureyrarbæjar fyrir hönd Alþýðubandalagsins á árunum 1978 til 1986. Hann var í byggingarnefnd KA-heimilisins sem tekið var í notkun 1986. Árið 2021 hlaut hann heiðursviðurkenningu frístundaráðs Akureyrar fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu íþrótta og heilsueflingar.

Útför Hreiðars fór fram frá Akureyrarkirkju í morgun.

Magnús Geir Guðmundsson

02. október 2023 | kl. 10:50

Magnús Geir Guðmundsson

Stefán Sigurðsson skrifar
02. október 2023 | kl. 06:00

Tinna B.Malmquist Gunnarsdóttir

Inga Dís Sigurðardóttir skrifar
29. september 2023 | kl. 16:00

Elín Stephensen

29. september 2023 | kl. 06:00

Helgi Rúnar Bragason

Jana, Atli, Guðný og Kalli skrifa
11. september 2023 | kl. 10:30

Helgi Rúnar Bragason

Íþróttafélagið Þór skrifar
11. september 2023 | kl. 10:00